Hamilton hafði betur eftir dramatíska keppni | Allt jafnt fyrir síðasta kappakstur ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2021 21:01 Lewis Hamilton vann hádramatískan sigur í Sádi-Arabíu. Dan Mullan/Getty Images Það verður seint sagt að Formúlu 1 kappakstur dagsins hafi verið tíðindalítill. Lewis Hamilton fór með sigur af hólmi eftir að hann og Max Verstappen, hans helsti keppinautur, skullu saman þegar líða var farið á keppni dagsins. Hamilton og Verstappen eru nú jafnir að stigum í keppni ökumanna þegar aðeins einn kappakstur er eftir af keppnistímabilinu. Keppni dagsins fór fram í Jeddah í Sádi-Arabíu, var þetta fyrsta keppnin sem fer fram þar í landi. Mikil spenna var fyrir keppnina enda Hamilton og Verstappen í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn. Eftir að hafa skipst á að leiða kappaksturinn var það Hamilton sem kom fyrstur í mark á meðan Hollendingurinn Verstappen var í öðru sæti. After 50 intense laps of battling, the emotions come pouring out for @MercedesAMGF1 #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/JMXkWwKPyq— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 Var þetta 102. sigur Hamilton í Formúlu 1 frá upphafi. Þetta var einnig þriðji sigur Hamilton í röð, eitthvað sem honum hafði ekki tekist á tímabilinu, fyrr en í dag. Þar með hefur Bretinn þurrkað út forystu Verstappen sem þýðir að þeir eru jafnir að stigum fyrir lokakappakstur tímabilsins sem fram fer í Abu Dhabi um næstu helgi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Verstappen hafði klesst bíl sinn í tímatökunni í gær og var aftur í sviðsljósinu í dag. Á tíunda hring keppninnar fór Mick Schumacher af brautinni og þurfti öryggisbíllinn að koma inn til að hægja á ökumönnum. Illa gekk að ná flæði í kappaksturinn í upphafi og tvö rauð flögg til viðbótar hægðu á keppninni. Verstappen nýtti sér eitt slíkt augnablik og náði toppsætinu, honum var hins vegar skipað að gefa toppsætið til baka. Verstappen hægði á sér en virtist svo hemla full harkalega þannig að Hamilton klessti aftan á hann án þess þó að bílar þeirra væru ónothæfir. Það urðu þó skemmdir á hægri framvængnum á bíl Hamiltons. The big talking point from Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bkWWqlcbyO— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Ég skyldi ekki alveg af hverju hann bremsaði svona harkalega. Svo eftir að ég rakst aftan á hann þá keyrði hann í burtu sem var frekar skrítið,“ sagði Hamilton um „áreksturinn“ milli sín og Verstappen. Síðar fékk Verstappen fimm sekúndna refsingu fyrir að þvinga Hamilton út af brautinni. Hamilton tók á endanum forystuna á hring 43 og fór það svo að hann vann sigur í Sádi-Arabíu og nú er spennan óbærileg fyrir síðasta kappakstur tímabilsins. „Sem betur fer vita áhorfendur hvað kappakstur snýst um því það sem gerðist í dag er ótrúlegt. Ég er bara að reyna að keppa en þessi íþrótt snýst meira um refsingar heldur en að keppa. Fyrir mér er þetta ekki Formúla 1 en sem betur fer nutu áhorfendurnir sín. Er greinilega ekki nægilega fljótur en samt í öðru sæti,“ sagði pirraður Verstappen eftir keppni dagsins. MAX: "It was eventful, a lot of things happened that I don't fully agree with but it is what it is."I slowed down, I wanted to let him by, I was on the right but he didn't want to overtake and we touched. I don't really understand what happened there"#SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bvQyx7CxNW— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Þetta var ótrúlega erfitt. Ég reyndi að vera eins skynsamur og ég gat. Við höfum lent í mörgum skakkaföllum á þessu tímabili en höfum meðhöndlað þau öll vel. Ég er mjög stoltur af teyminu okkar og þakklátur fyrir bílinn í þessum kappakstri,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Hamilton að kappakstri loknum í dag. Valtteri Bottas, samherji Hamilton hjá Mercedes, endaði í þriðja sæti í kappakstri dagsins. Formúla Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Hamilton og Verstappen eru nú jafnir að stigum í keppni ökumanna þegar aðeins einn kappakstur er eftir af keppnistímabilinu. Keppni dagsins fór fram í Jeddah í Sádi-Arabíu, var þetta fyrsta keppnin sem fer fram þar í landi. Mikil spenna var fyrir keppnina enda Hamilton og Verstappen í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn. Eftir að hafa skipst á að leiða kappaksturinn var það Hamilton sem kom fyrstur í mark á meðan Hollendingurinn Verstappen var í öðru sæti. After 50 intense laps of battling, the emotions come pouring out for @MercedesAMGF1 #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/JMXkWwKPyq— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 Var þetta 102. sigur Hamilton í Formúlu 1 frá upphafi. Þetta var einnig þriðji sigur Hamilton í röð, eitthvað sem honum hafði ekki tekist á tímabilinu, fyrr en í dag. Þar með hefur Bretinn þurrkað út forystu Verstappen sem þýðir að þeir eru jafnir að stigum fyrir lokakappakstur tímabilsins sem fram fer í Abu Dhabi um næstu helgi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Verstappen hafði klesst bíl sinn í tímatökunni í gær og var aftur í sviðsljósinu í dag. Á tíunda hring keppninnar fór Mick Schumacher af brautinni og þurfti öryggisbíllinn að koma inn til að hægja á ökumönnum. Illa gekk að ná flæði í kappaksturinn í upphafi og tvö rauð flögg til viðbótar hægðu á keppninni. Verstappen nýtti sér eitt slíkt augnablik og náði toppsætinu, honum var hins vegar skipað að gefa toppsætið til baka. Verstappen hægði á sér en virtist svo hemla full harkalega þannig að Hamilton klessti aftan á hann án þess þó að bílar þeirra væru ónothæfir. Það urðu þó skemmdir á hægri framvængnum á bíl Hamiltons. The big talking point from Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bkWWqlcbyO— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Ég skyldi ekki alveg af hverju hann bremsaði svona harkalega. Svo eftir að ég rakst aftan á hann þá keyrði hann í burtu sem var frekar skrítið,“ sagði Hamilton um „áreksturinn“ milli sín og Verstappen. Síðar fékk Verstappen fimm sekúndna refsingu fyrir að þvinga Hamilton út af brautinni. Hamilton tók á endanum forystuna á hring 43 og fór það svo að hann vann sigur í Sádi-Arabíu og nú er spennan óbærileg fyrir síðasta kappakstur tímabilsins. „Sem betur fer vita áhorfendur hvað kappakstur snýst um því það sem gerðist í dag er ótrúlegt. Ég er bara að reyna að keppa en þessi íþrótt snýst meira um refsingar heldur en að keppa. Fyrir mér er þetta ekki Formúla 1 en sem betur fer nutu áhorfendurnir sín. Er greinilega ekki nægilega fljótur en samt í öðru sæti,“ sagði pirraður Verstappen eftir keppni dagsins. MAX: "It was eventful, a lot of things happened that I don't fully agree with but it is what it is."I slowed down, I wanted to let him by, I was on the right but he didn't want to overtake and we touched. I don't really understand what happened there"#SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bvQyx7CxNW— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Þetta var ótrúlega erfitt. Ég reyndi að vera eins skynsamur og ég gat. Við höfum lent í mörgum skakkaföllum á þessu tímabili en höfum meðhöndlað þau öll vel. Ég er mjög stoltur af teyminu okkar og þakklátur fyrir bílinn í þessum kappakstri,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Hamilton að kappakstri loknum í dag. Valtteri Bottas, samherji Hamilton hjá Mercedes, endaði í þriðja sæti í kappakstri dagsins.
Formúla Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira