Rangnick horfir til New York í leit að aðstoðarþjálfurum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 15:31 Chris Armas virðist á leið til Manchester-borgar. Hector Vivas/Getty Images Nýráðinn þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester United, Ralf Rangnick, horfir til New York í leit að aðstoðarþjálfara. Ralf Rangnick hóf þjálfaratíð sína hjá Man United með góðum 1-0 sigri á Crystal Palace um helgina. Þó mörkin hafi látið á sér standa var hinn 63 ára gamli Þjóðverji sáttur með frammistöðu síns liðs. Sigurinn var ef til vill merkilegri fyrir þær sakir að undanfarin tvö ár hefur Palace mætt á Old Trafford og farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir sigurinn stefnir Rangnick á að bæta hóp Manchester-liðsins, það er þjálfarahóp þess. Michael Carrick – sem stýrði liðinu milli þess sem Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Rangnick tók við – ákvað að vera ekki áfram. Ralf Rangnick vill fá Gerhard Struber sem aðstoðarmann sinn hjá Manchester United.MLSSOCCER Rangnick hafði þegar gefið út að hann myndi leitast eftir að ráða inn nýjan aðstoðarþjálfara og nú er þörfin enn meiri fyrst Carrick er horfinn á braut. Rangnick þekkir vel til en benti einnig á að flestir af hans fyrrum samstarfsmönnum væru starfandi hjá sumum stærstu félögum Evrópu og því erfitt að leita til þeirra. Er það ef til vill ástæðan fyrir því að hann virðist ætla að leita út fyrir landsteinana. Samkvæmt enska götublaðinu The Sun horfir Rangnick til Gerhard Struber sem starfar í dag fyrir New York Red Bulls, systurfélags RB Leipzig sem Rangnick starfaði fyrir hér á árum áður. Struber er 44 ára gamall Austurríkismaður og þjálfaði yngri lið RB Salzburg, annað systurlið Leipzig, áður en hann færði sig yfir í meistaraflokks fótbolta. Hann þekkir til á Englandi eftir að hafa þjálfað Barnsley frá 2019 til 2020. Ljóst að Struber deilir sömu hugmyndafræði og Rangnick svo stóra spurningin er nú hvort sá síðarnefndi geti sannfært Austurríkismanninn um að skipta New York út fyrir Manchester. Chris Armas will be on Ralf Rangnick s staff @ManUtd and will be announced in the next few days. He was given his work permit this morning. Their history goes all the way back to @NewYorkRedBulls.— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) December 6, 2021 Ekki nóg með það heldur virðist sem Rangnick ætli einnig að næla í fyrrum þjálfara New York, sá heitir Chris Armas og er 49 ára Banddaríkjamaður. Armas lék með Chicago Fire og LA Galaxy ásamt því að spila 66 landsleiki. Hann skapaði sér hins vegar nafn hjá New York Red Bulls þar sem hann var aðstoðarþjálfari frá 2015 til 2018 og aðalþjálfari frá 2018 til 2020. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Toronto FC en virðist nú á leið til Manchester. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Ralf Rangnick hóf þjálfaratíð sína hjá Man United með góðum 1-0 sigri á Crystal Palace um helgina. Þó mörkin hafi látið á sér standa var hinn 63 ára gamli Þjóðverji sáttur með frammistöðu síns liðs. Sigurinn var ef til vill merkilegri fyrir þær sakir að undanfarin tvö ár hefur Palace mætt á Old Trafford og farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir sigurinn stefnir Rangnick á að bæta hóp Manchester-liðsins, það er þjálfarahóp þess. Michael Carrick – sem stýrði liðinu milli þess sem Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Rangnick tók við – ákvað að vera ekki áfram. Ralf Rangnick vill fá Gerhard Struber sem aðstoðarmann sinn hjá Manchester United.MLSSOCCER Rangnick hafði þegar gefið út að hann myndi leitast eftir að ráða inn nýjan aðstoðarþjálfara og nú er þörfin enn meiri fyrst Carrick er horfinn á braut. Rangnick þekkir vel til en benti einnig á að flestir af hans fyrrum samstarfsmönnum væru starfandi hjá sumum stærstu félögum Evrópu og því erfitt að leita til þeirra. Er það ef til vill ástæðan fyrir því að hann virðist ætla að leita út fyrir landsteinana. Samkvæmt enska götublaðinu The Sun horfir Rangnick til Gerhard Struber sem starfar í dag fyrir New York Red Bulls, systurfélags RB Leipzig sem Rangnick starfaði fyrir hér á árum áður. Struber er 44 ára gamall Austurríkismaður og þjálfaði yngri lið RB Salzburg, annað systurlið Leipzig, áður en hann færði sig yfir í meistaraflokks fótbolta. Hann þekkir til á Englandi eftir að hafa þjálfað Barnsley frá 2019 til 2020. Ljóst að Struber deilir sömu hugmyndafræði og Rangnick svo stóra spurningin er nú hvort sá síðarnefndi geti sannfært Austurríkismanninn um að skipta New York út fyrir Manchester. Chris Armas will be on Ralf Rangnick s staff @ManUtd and will be announced in the next few days. He was given his work permit this morning. Their history goes all the way back to @NewYorkRedBulls.— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) December 6, 2021 Ekki nóg með það heldur virðist sem Rangnick ætli einnig að næla í fyrrum þjálfara New York, sá heitir Chris Armas og er 49 ára Banddaríkjamaður. Armas lék með Chicago Fire og LA Galaxy ásamt því að spila 66 landsleiki. Hann skapaði sér hins vegar nafn hjá New York Red Bulls þar sem hann var aðstoðarþjálfari frá 2015 til 2018 og aðalþjálfari frá 2018 til 2020. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Toronto FC en virðist nú á leið til Manchester.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn