Erlent

Bandarísk yfirvöld sniðganga Ólympíuleikana í Peking

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Peking í febrúar á næsta ári.
Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Peking í febrúar á næsta ári. (AP Photo/Ng Han Guan)

Bandarísk yfirvöld munu ekki senda neina embættismenn á Vetrarólympíuleikana í Peking sem haldnir verða í febrúar á næsta ári.

Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, tilkynnti þetta fyrr í dag. Er þetta táknræn aðgerð til að mótmæla mannréttindarbrotum í Xinjiang í Kína.

Sagði Psaki að ríkisstjórn Joe Biden vildi með þessu senda skýr skilaboð um að mannréttindabrot í Xinjiang yrðu ekki liðin.

Kínverjar hafa verið sakaðir um mannréttindabrot og jafnvel þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjiang. Minnst milljón þeirra hefur verið haldið í sérstökum fangabúðum og hafa ásakanir borist um kerfisbundna þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemiaðgerðir og alvarlega og umfangsmikil kynferðisbrot.

Bandarískum íþróttamönnum verður frjálst að taka þátt í leikunum og mun sniðganga bandaríska yfirvalda aðeins ná til embættismanna á þeirra vegum.

Ráðamenn í Kína hafa sagst ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna myndi ákveða að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar, líkt og hún hefur nú gert.


Tengdar fréttir

Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir

Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×