Magdeburg byrjaði sinn leik af miklum krafti og skoraði fimm af fyrstu sex mörku leiksins. Liðið náði mest átta marka forystu í fyrri hálfleik, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 19-14, Magdeburg í vil.
Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, en sigur Magdeburg var þó aldrei í hættu. Liðið vann að lokum nokkuð öruggan marka sigur, .
Eins og áður segir skoraði Ómar Ingi Magnússson fjögur mörk fyrir Magdeburg, ásamt því að leggja upp önnur sex fyrir liðsfélaga sína. Gísli Þorgeri Kristjánsson spilaði ekki með Magdeburg.
Magdeburg situr nú á toppi C-riðils með níu stig eftir fimm leiki, en liðið hefur ekki enn tapað leik. Nexe situr hins vegar í þriðja sæti riðilsins með átta stig, en liðið hefur leikið einum leik meira en Magdeburg.
Abpfiff + ungeschlagen! Der SCM gewinnt das Gruppenspiel der European League gegen RK Nexe mit 32:26 💚❤️
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 7, 2021
Spielbericht 👉 https://t.co/L7vb5QvX7D
📸 Franzi Gora #scmhuja #magdeburgerjungs pic.twitter.com/kMCnG1bYem
Þá töpuðu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í franska liðinu PAUC Aix gegn La Rioja í sama riðli, 33-26. Kristján Örn skoraði fjögur mörk fyrir Aix, en liðið situr sem fastast á botni riðilsins með aðeins eitt stig eftir sex leiki.