Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2021 21:41 Garðar Svavarsson er formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda og forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. Egill Aðalsteinsson Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32
Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14