Upptök skjálftans voru um fimm kílómetrum norðaustur af Grindavík og varð skjálftans vart í bænum.
Á vef Veðurstofunnar segir að dregið hafi úr skjálftavirkni í Grímsvötnum og var fluglitakóði fyrir Grímsvötn færður niður í gulan. Áfram verður þó fylgst náið með virkni í Grímsvötnum.