Unnur Ösp og Björn Thors mættu með börnin að horfa á Emil og Ídu.Vísir/Elín Guðmunds
Sýningin Emil í Kattholti var frumsýnd í Borgarleikhúsinu á laugardag. Sýningin er einstaklega skemmtileg, spennandi og stútfull af hæfileikaríku fólki. Sviðsmyndin í sýningunni er líka ótrúlega vel heppnuð og ævintýraleg.
Með hlutverk Emils og Ídu á frumsýningunni fóru Hlynur Atli Harðarson og Sóley Rún Arnarsdóttir. Þessir hæfileikaríku ungu leikarar bræddu allan salinn upp úr skónum og fengu standandi lófaklapp í lok sýningar. Þau skipta hlutverkunum með þeim Gunnari Erik Snorrasyni og Þórunni Obbu Gunnarsdóttur.
Sigurður Þór Óskarsson og Ásthildur Úa Sigurðardóttir fara á kostum sem Alfreð og Lína í þessari vel heppnuðu uppfærslu. Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýrir hópnum en með önnur hlutverk fara Árni Þór Lárusson, Esther Talía Casey, Haraldur Ari Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann.
Eliza Reed mætti ásamt börnunum á frumsýningu. Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri kíkti með þeim í smíðakofa Emils.Vísir/Elín GuðmundsGestir fengu að prófa að stíga inn í litla útgáfu af smíðakofa Emils í andyri Borgarleikhússins.Vísir/Elín GuðmundsLea Dagmar, Björg. Aðalbjörg, Karen, Sandra,Vísir/Elín GuðmundsFlóra, Telma og KjartanVísir/Elín GuðmundsPétur Rúnar Heimisson, Pétur Björn Pétursson og Erla Rún PétursdóttirVísir/Elín GuðmundsHalldór SigurðssonVísir/Elín GuðmundsÍsold FreyjaVísir/Elín GuðmundsStefán Eiríkssom og Egill StefánssonVísir/Elín GuðmundsEmil og Ída voru víða í áhorfendahópnum á frumsýningunni.Vísir/Elín GuðmundsVísir/Elín GuðmundsDóra Garðars, Sigurður Haralds, Krístín Ögmundsdottir framkvæmdastjóri, Dóra Krisín Ólafsdóttir, Haraldur Elí Sigurðsson og Halldór SigurðssonVísir/Elín GuðmundsHljómsveitin til hliðar við sviðið var umvafin stráum.Vísir/Elín GuðmundsVísir/Elín Guðmunds
Forsala á leikritið Emil í Kattholti hófst á miðnætti í gær og á hádegi í dag var búið að seljast upp 10 sýningar en sýningin verður á stóra sviði Borgarleikhússins.
Listrænir stjórnendur uppsetningar Borgarleikhússins á leiksýningu um Emil í Kattholti hafa nú hitt öll þau tólfhundruð börn sem sóttust eftir því að leika Emil eða litlu systur hans Ídu í uppsetningunni og tekið ákvörðun um hver hreppa hlutverkin.
Um tólf hundruð börn hafa skráð sig í prufur fyrir hlutverk systkinanna Emils og Ídu í leikritinu Emil í Kattholti sem verður sýnt á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu næsta vetur.