Þjóðin beri aldrei aftur skaða af falli viðskiptabanka Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2021 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fóru yfir stöðu fjármála þjóðarinnar á fundi með fjölmiðlum í dag. Stöð 2/Sigurjón Seðlabankinn hefur sett reglur sem eiga að tryggja enn frekar að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka. Þeir eigi að fjármagna sig með innlánum og forðast áhættusækni í eigin lántökum. Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40
Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37