Bjarni Ben og Björn Leví stigakóngar í nýrri Fantasy-deild Alþingis Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2021 21:00 Þórður Vilmundarson, höfundur Fantasy Alþingis. Til vinstri má sjá dæmi um flokk sem spilari hefur sett saman. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata eru eins og stendur verðmætustu þingmenn Alþingis, samkvæmt svokölluðum Fantasy-leik sem er nýkominn í loftið. Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær. Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær.
Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira