Borgin þurfi að fara í megrun Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 8. desember 2021 21:26 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði áætlunina vera áframhaldandi sóknaráætlun þar sem krafti borgarinnar yrði áfram beitt til að halda uppi háu fjárfestingarstigi, áframhaldandi metnaði fyrir mikilvægum verkefnum og góðri þjónustu. Að sögn Eyþórs er þó von á stanslausri skuldsetningu allt næsta kjörtímabil ef áætlunin nær fram að ganga. Áætlun meirihlutans geri ráð fyrir að skuldir vaxi um 50 milljarða og þær verði jafnvel enn meiri. Hann vill nú að borgarstjórn líti til þess sem máli skipti í stað þess að fara sífellt í ný verkefni. Þetta þurfi að hafa í huga fyrir sveitarstjórnakosningar á næsta ári. „Það er núna verið að taka lán upp á tvo milljarða á hverjum mánuði og ekkert verið að hagræða, þannig við lögðum til að Reykjavíkurborg færi út úr þessum rekstri sem ekki er hefðbundin rekstur borgarinnar, eins og malbikunarstöð og fjarskiptaréttur og annað, en það var fellt þannig að nú stendur til að halda áfram að láta báknið vaxa,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Eigi ekki að fara út fyrir verksvið sitt „Við sáum að það vantar síðan margt inn í áætlunina, til dæmis er búið að dæma Orkuveituna til að borga Glitni nokkra milljarða, og það verður væntanlega að borga það fyrst það er búið að dæma. Síðan eru fleiri atriði sem ég held að séu vantalin þannig þetta verður meira ef ekkert verður að gert,“ bætir Eyþór við. Hann segir að sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á næsta ári muni meðal annars snúast um það hvort halda eigi áfram á sömu braut. „Að láta báknið vaxa og að fjárfesta í malbikunarstöð í Hafnarfirði, eða að fara í að einblína á það sem máli skiptir, skólana og skipulagsmálin.“ Eyþór kallar í því samhengi eftir að borgin hugi betur að grunnþjónustu sinni, eyði biðlistum eftir leikskólaplássum og hafi skipulagsmálin í lagi, í stað þess að fara „langt út fyrir verksvið sitt í einhverjum nýjum verkefnum.“ „Fara bara aftur í það að horfa á það sem máli skiptir fyrir fólkið í borginni og fjölskyldunnar.“ „Þetta er eins og megrun, borgin þarf bara að fara í megrun og síðan fara í ræktina og sinna sínum málum vel,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði áætlunina vera áframhaldandi sóknaráætlun þar sem krafti borgarinnar yrði áfram beitt til að halda uppi háu fjárfestingarstigi, áframhaldandi metnaði fyrir mikilvægum verkefnum og góðri þjónustu. Að sögn Eyþórs er þó von á stanslausri skuldsetningu allt næsta kjörtímabil ef áætlunin nær fram að ganga. Áætlun meirihlutans geri ráð fyrir að skuldir vaxi um 50 milljarða og þær verði jafnvel enn meiri. Hann vill nú að borgarstjórn líti til þess sem máli skipti í stað þess að fara sífellt í ný verkefni. Þetta þurfi að hafa í huga fyrir sveitarstjórnakosningar á næsta ári. „Það er núna verið að taka lán upp á tvo milljarða á hverjum mánuði og ekkert verið að hagræða, þannig við lögðum til að Reykjavíkurborg færi út úr þessum rekstri sem ekki er hefðbundin rekstur borgarinnar, eins og malbikunarstöð og fjarskiptaréttur og annað, en það var fellt þannig að nú stendur til að halda áfram að láta báknið vaxa,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Eigi ekki að fara út fyrir verksvið sitt „Við sáum að það vantar síðan margt inn í áætlunina, til dæmis er búið að dæma Orkuveituna til að borga Glitni nokkra milljarða, og það verður væntanlega að borga það fyrst það er búið að dæma. Síðan eru fleiri atriði sem ég held að séu vantalin þannig þetta verður meira ef ekkert verður að gert,“ bætir Eyþór við. Hann segir að sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á næsta ári muni meðal annars snúast um það hvort halda eigi áfram á sömu braut. „Að láta báknið vaxa og að fjárfesta í malbikunarstöð í Hafnarfirði, eða að fara í að einblína á það sem máli skiptir, skólana og skipulagsmálin.“ Eyþór kallar í því samhengi eftir að borgin hugi betur að grunnþjónustu sinni, eyði biðlistum eftir leikskólaplássum og hafi skipulagsmálin í lagi, í stað þess að fara „langt út fyrir verksvið sitt í einhverjum nýjum verkefnum.“ „Fara bara aftur í það að horfa á það sem máli skiptir fyrir fólkið í borginni og fjölskyldunnar.“ „Þetta er eins og megrun, borgin þarf bara að fara í megrun og síðan fara í ræktina og sinna sínum málum vel,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54