Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2021 22:16 Elliðaárstöðin er 100 ára á þessu ári. Egill Aðalsteinsson Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Elliðaárstöðina sem varð eitthundrað ára gömul á þessu ári. Inni í stöðvarhúsinu eru ennþá hverflar sem geta framleitt yfir þrjú megavött. Stíflurnar standa enn; Árbæjarstíflan með sínu inntaksmannvirki sem og miðlunarstíflan við Elliðavatn. Og vélbúnaðurinn var sagður í góðu lagi þegar upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar sýndi okkur stöðina sumarið 2019. Talsmaður Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, segir frá virkjuninni í viðtali sumarið 2019.Arnar Halldórsson „Hún er í raun og veru alveg virk, Elliðaárstöðin. Okkur vantar bara vatnið. Af því að pípan, sem leiðir vatnið frá Árbæjarstíflunni hérna niður að stöðinni, hún er ónýt,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson í viðtali í stöðvarhúsinu fyrir rúmum tveimur árum og sagði í skoðun hvort borgaði sig að endurnýja hana. „Þannig að hugmyndin núna, sem við erum að skoða, er sú að endurnýja pípuna – svolítið mjórri heldur en hún er núna – grafa niður hér við norðvesturhorn hússins eina aflvél og framleiða þá bara með alsjálfvirkum hætti rafmagn hér aftur í Elliðaárstöð,“ sagði Eiríkur í júnímánuði 2019. Séð yfir Árbæjarstíflu.Egill Aðalsteinsson En ekkert varð af þessum áformum og raunar lýsti forstjóri Orkuveitunnar, Bjarni Bjarnason, yfir því mati sínu á RÚV í fyrra að meiri líkur væru á offramboði en skorti á rafmagni, sagði að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur né þyrfti að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega. Hann hafði þremur árum fyrr lýst þeirri skoðun í Morgunblaðinu að enginn orkuskortur væri yfirvofandi. Þegar við leituðum svara frá forstjóra Orkuveitunnar í dag, í gegnum Breka Logason upplýsingafulltrúa, hversvegna Elliðaárstöðin væri ekki endurræst, fékkst það svar frá Eiríki Hjálmarssyni, sem núna er titlaður sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Orkuveitunni, að niðurstaða hagkvæmniathugunar, sem ráðist var í, hafi verið að rafmagnið frá endurnýjaðri rafstöð hefði þurft að kosta miklu meira en nokkur væri tilbúinn að greiða fyrir það. Allt vatn Elliðaánna rennur núna framhjá virkjuninni.Egill Aðalsteinsson Eiríkur sagði ennfremur að verndun lífríkis ánna kallaði á að viðunandi vatnsmagn rynni um farveg Elliðaánna. Því væri eingöngu hægt að reka virkjunina á dagvinnutíma, bara á virkum dögum og bara hálft árið, eins og gert hafi verið frá því um 1970. Hátt í milljarð króna hefði kostað að gera upp stöðina og útilokað talið að sú fjárfesting skilaði sér nokkurn tíma, segir í svari Eiríks. En spyrja má hvort þjóðin hafi lengi efni á því að láta stöð sem þessa standa ónotaða. Sérfræðingur sem við ræddum við áætlar að þótt einungis þriðjungur af orkugetu hennar væri nýttur myndi hún samt anna raforkuþörf um 1.700 heimila. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Reykjavík Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. 8. desember 2020 13:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Elliðaárstöðina sem varð eitthundrað ára gömul á þessu ári. Inni í stöðvarhúsinu eru ennþá hverflar sem geta framleitt yfir þrjú megavött. Stíflurnar standa enn; Árbæjarstíflan með sínu inntaksmannvirki sem og miðlunarstíflan við Elliðavatn. Og vélbúnaðurinn var sagður í góðu lagi þegar upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar sýndi okkur stöðina sumarið 2019. Talsmaður Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, segir frá virkjuninni í viðtali sumarið 2019.Arnar Halldórsson „Hún er í raun og veru alveg virk, Elliðaárstöðin. Okkur vantar bara vatnið. Af því að pípan, sem leiðir vatnið frá Árbæjarstíflunni hérna niður að stöðinni, hún er ónýt,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson í viðtali í stöðvarhúsinu fyrir rúmum tveimur árum og sagði í skoðun hvort borgaði sig að endurnýja hana. „Þannig að hugmyndin núna, sem við erum að skoða, er sú að endurnýja pípuna – svolítið mjórri heldur en hún er núna – grafa niður hér við norðvesturhorn hússins eina aflvél og framleiða þá bara með alsjálfvirkum hætti rafmagn hér aftur í Elliðaárstöð,“ sagði Eiríkur í júnímánuði 2019. Séð yfir Árbæjarstíflu.Egill Aðalsteinsson En ekkert varð af þessum áformum og raunar lýsti forstjóri Orkuveitunnar, Bjarni Bjarnason, yfir því mati sínu á RÚV í fyrra að meiri líkur væru á offramboði en skorti á rafmagni, sagði að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur né þyrfti að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega. Hann hafði þremur árum fyrr lýst þeirri skoðun í Morgunblaðinu að enginn orkuskortur væri yfirvofandi. Þegar við leituðum svara frá forstjóra Orkuveitunnar í dag, í gegnum Breka Logason upplýsingafulltrúa, hversvegna Elliðaárstöðin væri ekki endurræst, fékkst það svar frá Eiríki Hjálmarssyni, sem núna er titlaður sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Orkuveitunni, að niðurstaða hagkvæmniathugunar, sem ráðist var í, hafi verið að rafmagnið frá endurnýjaðri rafstöð hefði þurft að kosta miklu meira en nokkur væri tilbúinn að greiða fyrir það. Allt vatn Elliðaánna rennur núna framhjá virkjuninni.Egill Aðalsteinsson Eiríkur sagði ennfremur að verndun lífríkis ánna kallaði á að viðunandi vatnsmagn rynni um farveg Elliðaánna. Því væri eingöngu hægt að reka virkjunina á dagvinnutíma, bara á virkum dögum og bara hálft árið, eins og gert hafi verið frá því um 1970. Hátt í milljarð króna hefði kostað að gera upp stöðina og útilokað talið að sú fjárfesting skilaði sér nokkurn tíma, segir í svari Eiríks. En spyrja má hvort þjóðin hafi lengi efni á því að láta stöð sem þessa standa ónotaða. Sérfræðingur sem við ræddum við áætlar að þótt einungis þriðjungur af orkugetu hennar væri nýttur myndi hún samt anna raforkuþörf um 1.700 heimila. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Reykjavík Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. 8. desember 2020 13:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14
Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. 8. desember 2020 13:14
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent