Kosið verði um sameiningu Akrahrepps og Skagafjarðar í febrúar Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2021 07:27 Frá Sauðárkróki. Vísir/Jóhann K. Samstarfsnefnd sem sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar skipuðu til að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu, þar sem hvatt er til sameiningar. Í tilkynningu segir að sveitarstjórnirnar funi fjalla um álitið á tveimur fundum og í kjölfarið boða til kosninga sem fara fram þann 19. febrúar. „Nefndin hvetur íbúa til að samþykkja tillögu um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, en það er álit nefndarinnar að sameining Skagfirðinga í eitt sveitarfélag hafi fleiri kosti en galla. Sameiningu sveitarfélaganna fylgja áskoranir sem nefndin telur að hægt sé að mæta með útfærslu stjórnskipulags þar sem íbúar fái meiri tækifæri til beinnar þátttöku í ákvarðanatöku. Að mati nefndarinnar mun sameining sveitarfélaganna hafa í för með sér aukna fjárfestingagetu og stuðla að hraðari uppbyggingu í Varmahlíð. Sveitarfélag allra Skagfirðinga muni hafa sterkari rödd við að koma hagsmunum íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri við stjórnvöld. Öflugt sveitarfélag með einfalda og skilvirka stjórnsýslu, sem leitar eftir sjónarmiðum íbúa með skipulögðum hætti getur bætt búsetuskilyrði og veitt framúrskarandi þjónustu til framtíðar. Íbúar eru hvattir til þess til að kynna sér málin inn á skagfirdingar.is og fylgjast með kynningarferlinu sem hefst í janúar. Enn er hægt að senda fyrirspurnir og ábendingar til nefndarinnar í gegnum vefinn og finna svör við þeim spurningum sem hafa borist,“ segir í tilkynningunni. Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að íbúafjöldi í Akrahreppi hafi verið 210 í ársbyrjun, en 4.084 í Sveitarfélaginu Skagafirði. Stærstu byggðakjarnar í Skagafirði eru Sauðárkrókur, Hofsós, Varmahlíð og Hólar í Hjaltadal. Skagafjörður Akrahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Í tilkynningu segir að sveitarstjórnirnar funi fjalla um álitið á tveimur fundum og í kjölfarið boða til kosninga sem fara fram þann 19. febrúar. „Nefndin hvetur íbúa til að samþykkja tillögu um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, en það er álit nefndarinnar að sameining Skagfirðinga í eitt sveitarfélag hafi fleiri kosti en galla. Sameiningu sveitarfélaganna fylgja áskoranir sem nefndin telur að hægt sé að mæta með útfærslu stjórnskipulags þar sem íbúar fái meiri tækifæri til beinnar þátttöku í ákvarðanatöku. Að mati nefndarinnar mun sameining sveitarfélaganna hafa í för með sér aukna fjárfestingagetu og stuðla að hraðari uppbyggingu í Varmahlíð. Sveitarfélag allra Skagfirðinga muni hafa sterkari rödd við að koma hagsmunum íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri við stjórnvöld. Öflugt sveitarfélag með einfalda og skilvirka stjórnsýslu, sem leitar eftir sjónarmiðum íbúa með skipulögðum hætti getur bætt búsetuskilyrði og veitt framúrskarandi þjónustu til framtíðar. Íbúar eru hvattir til þess til að kynna sér málin inn á skagfirdingar.is og fylgjast með kynningarferlinu sem hefst í janúar. Enn er hægt að senda fyrirspurnir og ábendingar til nefndarinnar í gegnum vefinn og finna svör við þeim spurningum sem hafa borist,“ segir í tilkynningunni. Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að íbúafjöldi í Akrahreppi hafi verið 210 í ársbyrjun, en 4.084 í Sveitarfélaginu Skagafirði. Stærstu byggðakjarnar í Skagafirði eru Sauðárkrókur, Hofsós, Varmahlíð og Hólar í Hjaltadal.
Skagafjörður Akrahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum