Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2021 12:29 Þuríður segir skiljanlegt að margir reiði sig á eingreiðsluna. Vísir/Vilhelm „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Margir örorkulífeyrisþegar spyrja sig nú að því hvort þeir muni fá 50 þúsund króna eingreiðslu í desember líkt og í fyrra en ekkert hefur heyrst frá stjórnvöldum hvað þetta varðar, enda nýbúið að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Á síðasta ári var greiðslan greidd út 14. desember, til 24 þúsund örorku- og endurhæfingalífeyrisþega. Full greiðsla nam 50 þúsund krónum en var greidd út í samræmi við fjölda þeirra mánaða sem hver og einn hafði fengið greiddan lífeyri á árinu. „Ég geri mér vonir um að stjórnvöld komi til móts við afar bág kjör fatlaðs fólks og greiði út veglega eingreiðslu til örorkulífeyrisþega,“ segir Þuríður. Hún segist vera vongóð um að eiga samtal við stjórnvöld um málið á næstunni. „Þrýstingur er það sem hefur orðið til þess að þetta hefur náðst í gegn; að við höfum þrýst á um nauðsyn þess að bæta fötluðu fólki upp desemberuppbótina,“ segir Þuríður. Örorkulífeyrisþegar vissulega desemberuppbót en hún sé lág. „Og þessi hópur þarf örugglega meira á desemberuppbót að halda en margir aðrir.“ Þuríður segir eðlilegt að margir reiði sig á eingreiðsluna. „Neyðin er svo stór,“ segir hún. „Og við skulum bara athuga að þessir peningar fara beint í neyslu þannig að ríkissjóður fær til baka um það bil helming, að minnsta kosti.“ Jól Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Margir örorkulífeyrisþegar spyrja sig nú að því hvort þeir muni fá 50 þúsund króna eingreiðslu í desember líkt og í fyrra en ekkert hefur heyrst frá stjórnvöldum hvað þetta varðar, enda nýbúið að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Á síðasta ári var greiðslan greidd út 14. desember, til 24 þúsund örorku- og endurhæfingalífeyrisþega. Full greiðsla nam 50 þúsund krónum en var greidd út í samræmi við fjölda þeirra mánaða sem hver og einn hafði fengið greiddan lífeyri á árinu. „Ég geri mér vonir um að stjórnvöld komi til móts við afar bág kjör fatlaðs fólks og greiði út veglega eingreiðslu til örorkulífeyrisþega,“ segir Þuríður. Hún segist vera vongóð um að eiga samtal við stjórnvöld um málið á næstunni. „Þrýstingur er það sem hefur orðið til þess að þetta hefur náðst í gegn; að við höfum þrýst á um nauðsyn þess að bæta fötluðu fólki upp desemberuppbótina,“ segir Þuríður. Örorkulífeyrisþegar vissulega desemberuppbót en hún sé lág. „Og þessi hópur þarf örugglega meira á desemberuppbót að halda en margir aðrir.“ Þuríður segir eðlilegt að margir reiði sig á eingreiðsluna. „Neyðin er svo stór,“ segir hún. „Og við skulum bara athuga að þessir peningar fara beint í neyslu þannig að ríkissjóður fær til baka um það bil helming, að minnsta kosti.“
Jól Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira