Þolendur kynferðisbrota geta fylgst með stöðu rannsóknar á nýju vefsvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2021 15:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir unnið að því að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota. vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í dag vefsvæði þar sem þolendur kynferðisbrota geta nálgast upplýsingar um stöðu mála og úrræði sem standa til boða. Hátt í fjögur hundruð kynferðisbrotamál eru nú á borði lögreglu og segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákall hafa verið um bætta þjónustu. Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar. Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira