Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2021 19:30 Þeir sátu áður saman í ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. En nú takast þeir á um hugsjónir í stjórn og stjórnarandstöðu. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður minnsta þingflokksins á Alþingi í dag hélt uppi pólitískri stríðni gagnvart Bjarna Benediktssyni fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn hans og formanns stærsta þingflokksins á Alþingi í dag. Í fyrirspurn Sigmundar Davíðs til Bjarna var greinilegt að hann sér eftir einum þriðja af þingflokki sínum sem gekk í þingflokk Sjálfstæðisflokksins strax að loknum síðustu kosningum. Þá gekk fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Sjálfstæðisflokkinn í dag. „Mér hefur nú sýnst að þótt hæstvirtur ráðherra og flokkur hans séu ágætis mannaveiðarar eins og dæmin sanna þá vilji kvarnast úr hugsjónunum þegar menn eru komnir í þennan flokk. Eða að minnska kosti komnir í embætti,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni svaraði því til að sitt yrði að sýnast hverjum í þessum efnum. „Það er að minnsta kosti ekki þannig að það sé að kvarnast úr þingflokknum hjá okkur. Eða úr hópi fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Það skiptir máli,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins ánægður með sinn hlut. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Sjálfstæðisflokkinn duglegan við mannaveiðar á Alþingi í dag en það færi minna fyrir hugsjónum flokksins.Vísir/Vilhelm Hvað kostar að stækka stjórnarráðið Bjarni? „Hver verður kostnaðurinn við þær breytingar á ráðuneytum sem áformaðar eru og að einhverju leyti komnar til framkvæmda með skipan ráðherra án þess að embættismenn og stjórnkerfið að öðru leyti hafi færst til á sama hátt,“ spurði þá formaður Miðflokksins. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það. „En það er ljóst að með því að stofna nýtt ráðuneyti, fleiri en eitt, þá mun verða kostnaður. Hann getur hlaupið á hundruðum milljóna,“ sagði fjármálaráðherrann sem alla jafna vill halda fast í fjármuni ríkissjóðs. „Ég vænti þess að það sé hægt að fara nánar ofan í saumana á þessu þegar þingsályktun um þetta efni verður lögð fyrir Alþingi,“ sagði fjármálaráðherrann og bætti við að stofnun nýrra ráðuneyti yrði ekki að raunveruleika fyrr en þingið hefði samþykkt það. Bjarni var ekki með kostnaðinn við stækkun stjórnarráðsins samkvæmt stjórnarsáttmála á takteinum en hann hlypi á hundruðum milljóna króna.Vísir/Vilhelm Sagði báknið hafa bólgnað út undir stjórn Bjarna Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau orð Bjarna að það skipti máli að hafa fylgi til að hrinda hugsjónum í framkvæmd og spurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið að gera það á undanförnum árum. Það skipti flokkinn meira máli að hafa fylgi til að skipa menn í embætti. Enda hefði opinberum starfsmönnum fjölgað um níu þúsund í tíð ríkisstjórnarinnar og báknið og ríkisútgjöld bólgnað út. „Og kynnir nú einhverjar svakalegar breytingar í skipulagi stjórnarráðs Íslands sem hæstvirtur fjármálaráðherra hefur ekki hugmynd um hvað muni kosta,“ sagði Sigmundur Davíð máli sínu til stuðnings. Bjarni lét hins vegar forsætisráðherrann fyrrverandi ekki slá sig út af laginu. „Það getur verið að það sé misskilningur hjá mér að það skipti máli að hafa fylgi til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Ég skal þá bara hugsa það aftur. Það kann að vera að það sé ekkert samhengi þar á milli. En ég hélt ekki, ég hélt að þetta héldist í hendur,“ sagði Bjarni. Hann ítrekaði síðan að kostnaðurinn við breytingar á stjórnarráðinu yrði lagður fyrir Alþingi. „En nákvæmur kostnaður við það að koma á fót nýjum ráðuneytum verður ræddur hér þegar þingsályktunartillagan kemur fram. En ég segi bara fyrirfram; það er alveg hægt að gera ráð fyrir að því fylgi kostnaður upp á hundruð milljóna,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður minnsta þingflokksins á Alþingi í dag hélt uppi pólitískri stríðni gagnvart Bjarna Benediktssyni fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn hans og formanns stærsta þingflokksins á Alþingi í dag. Í fyrirspurn Sigmundar Davíðs til Bjarna var greinilegt að hann sér eftir einum þriðja af þingflokki sínum sem gekk í þingflokk Sjálfstæðisflokksins strax að loknum síðustu kosningum. Þá gekk fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Sjálfstæðisflokkinn í dag. „Mér hefur nú sýnst að þótt hæstvirtur ráðherra og flokkur hans séu ágætis mannaveiðarar eins og dæmin sanna þá vilji kvarnast úr hugsjónunum þegar menn eru komnir í þennan flokk. Eða að minnska kosti komnir í embætti,“ sagði Sigmundur Davíð. Bjarni svaraði því til að sitt yrði að sýnast hverjum í þessum efnum. „Það er að minnsta kosti ekki þannig að það sé að kvarnast úr þingflokknum hjá okkur. Eða úr hópi fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Það skiptir máli,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins ánægður með sinn hlut. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Sjálfstæðisflokkinn duglegan við mannaveiðar á Alþingi í dag en það færi minna fyrir hugsjónum flokksins.Vísir/Vilhelm Hvað kostar að stækka stjórnarráðið Bjarni? „Hver verður kostnaðurinn við þær breytingar á ráðuneytum sem áformaðar eru og að einhverju leyti komnar til framkvæmda með skipan ráðherra án þess að embættismenn og stjórnkerfið að öðru leyti hafi færst til á sama hátt,“ spurði þá formaður Miðflokksins. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það. „En það er ljóst að með því að stofna nýtt ráðuneyti, fleiri en eitt, þá mun verða kostnaður. Hann getur hlaupið á hundruðum milljóna,“ sagði fjármálaráðherrann sem alla jafna vill halda fast í fjármuni ríkissjóðs. „Ég vænti þess að það sé hægt að fara nánar ofan í saumana á þessu þegar þingsályktun um þetta efni verður lögð fyrir Alþingi,“ sagði fjármálaráðherrann og bætti við að stofnun nýrra ráðuneyti yrði ekki að raunveruleika fyrr en þingið hefði samþykkt það. Bjarni var ekki með kostnaðinn við stækkun stjórnarráðsins samkvæmt stjórnarsáttmála á takteinum en hann hlypi á hundruðum milljóna króna.Vísir/Vilhelm Sagði báknið hafa bólgnað út undir stjórn Bjarna Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau orð Bjarna að það skipti máli að hafa fylgi til að hrinda hugsjónum í framkvæmd og spurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið að gera það á undanförnum árum. Það skipti flokkinn meira máli að hafa fylgi til að skipa menn í embætti. Enda hefði opinberum starfsmönnum fjölgað um níu þúsund í tíð ríkisstjórnarinnar og báknið og ríkisútgjöld bólgnað út. „Og kynnir nú einhverjar svakalegar breytingar í skipulagi stjórnarráðs Íslands sem hæstvirtur fjármálaráðherra hefur ekki hugmynd um hvað muni kosta,“ sagði Sigmundur Davíð máli sínu til stuðnings. Bjarni lét hins vegar forsætisráðherrann fyrrverandi ekki slá sig út af laginu. „Það getur verið að það sé misskilningur hjá mér að það skipti máli að hafa fylgi til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Ég skal þá bara hugsa það aftur. Það kann að vera að það sé ekkert samhengi þar á milli. En ég hélt ekki, ég hélt að þetta héldist í hendur,“ sagði Bjarni. Hann ítrekaði síðan að kostnaðurinn við breytingar á stjórnarráðinu yrði lagður fyrir Alþingi. „En nákvæmur kostnaður við það að koma á fót nýjum ráðuneytum verður ræddur hér þegar þingsályktunartillagan kemur fram. En ég segi bara fyrirfram; það er alveg hægt að gera ráð fyrir að því fylgi kostnaður upp á hundruð milljóna,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira