Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld.

Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkvína gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er tilbúinn að skoða aðrar leiðir.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður einnig rætt við ráðherra um mögulegar tilslakanir á samkomubanni að lokinni örvunarbólusetningu.

Einnig verður fylgst með fjörugum umræðum á Alþingi í dag um kostnað við fjölgun ráðuneyta og meintar mannaveiðar Sjálfstæðisflokksins. Þá lítum við á smáhýsi sem hafa fengið stað í Hlíðunum og tvær heimilislausar konur munu flytja í á næstunni.

Að lokum verðum við í beinni frá jólatónleikum Bubba Morthens og kíkjum einnig á jólaskemmtun fatlaðra í miðbænum í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×