Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Eiður Þór Árnason skrifar 10. desember 2021 10:45 Julian Assange á leið í dómsal í apríl 2019. Getty/Jack Taylor Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. Þar með er Assange kominn einu skrefi nær því að verða framseldur frá Bretlandi en hann á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, að sögn lögmanna hans. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að hann yrði líklega dæmdur í fjögurra til sex ára fangelsi. Í janúar úrskurðaði breskur dómstóll að ekki ætti að framselja Assange og vísaði þar til stöðu andlegrar heilsu hans. Taldi dómarinn Vanessa Baraitser að Assange væri líklegur til að fremja sjálfsvíg ef hann yrði framseldur. Þrátt fyrir það væri lagalega séð hægt að framselja Assange þar sem brot hans væru ekki varin af tjáningarfrelsi, fengjust þau sönnuð. Efra dómstig hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þær aðgerðir sem Bandaríkjastjórn hafi lofað dugi til að draga úr sjálfsvígshættu. Töldu dómararnir að fyrri úrskurðurinn hafi byggt á því að Assange kæmi til með að þola ströngustu fangelsisúrræði, yrði hann framseldur. Bandarísk yfirvöld segja þó að Assange yrði ekki vistaður við slíkar aðstæður nema gjörðir hans kölluðu á slíkt. Fengi að afplána dóminn í Ástralíu Óljóst er á þessari stundu hvort Assange geti áfrýjað niðurstöðunni en dómari gaf til kynna að hann sækist eftir því að leggja fram áfrýjunarbeiðni. Lögmenn Bandaríkjastjórnar fullvissuðu dómara við High Court of Justice um að Assange þyrfti ekki að sæta einangrunarvist fyrir eða eftir réttarhöldin og yrði ekki vistaður í ADX Florence Supermax fangelsinu yrði hann framseldur. Þá sögðu þeir að ef stofnandinn verði dæmdur í fangelsi þá gæti hann setið dóminn í heimalandi sínu Ástralíu. Lögmenn Assange sögðu að loforð Bandaríkjastjórnar væru innihaldslaus og ójós. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði í samtali við fréttastofu í lok október þegar réttarhöldin við High Court of Justice hófust að heilsa Assange væri í húfi. Þá gaf hann lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. Ákærður fyrir tölvuinnbrot og fyrir að hafa brotið njósnalög Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Með því á hann að hafa teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Lögmenn Assange segja þó að ákærurnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og séu til komnar vegna þess að Assange hafi varpað ljósi á stríðsglæpi og mannréttindabrot Bandaríkjamanna. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010 og 2011. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fjölmiðlar um heiminn allan unnu fréttir upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin á netinu. Assange er einnig sakaður um að hafa brotið njósnalög með því að aðstoða Manning við að stela gögnunum sem hún lak úr tölvukerfi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin WikiLeaks Bretland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30 Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Þar með er Assange kominn einu skrefi nær því að verða framseldur frá Bretlandi en hann á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, að sögn lögmanna hans. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að hann yrði líklega dæmdur í fjögurra til sex ára fangelsi. Í janúar úrskurðaði breskur dómstóll að ekki ætti að framselja Assange og vísaði þar til stöðu andlegrar heilsu hans. Taldi dómarinn Vanessa Baraitser að Assange væri líklegur til að fremja sjálfsvíg ef hann yrði framseldur. Þrátt fyrir það væri lagalega séð hægt að framselja Assange þar sem brot hans væru ekki varin af tjáningarfrelsi, fengjust þau sönnuð. Efra dómstig hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þær aðgerðir sem Bandaríkjastjórn hafi lofað dugi til að draga úr sjálfsvígshættu. Töldu dómararnir að fyrri úrskurðurinn hafi byggt á því að Assange kæmi til með að þola ströngustu fangelsisúrræði, yrði hann framseldur. Bandarísk yfirvöld segja þó að Assange yrði ekki vistaður við slíkar aðstæður nema gjörðir hans kölluðu á slíkt. Fengi að afplána dóminn í Ástralíu Óljóst er á þessari stundu hvort Assange geti áfrýjað niðurstöðunni en dómari gaf til kynna að hann sækist eftir því að leggja fram áfrýjunarbeiðni. Lögmenn Bandaríkjastjórnar fullvissuðu dómara við High Court of Justice um að Assange þyrfti ekki að sæta einangrunarvist fyrir eða eftir réttarhöldin og yrði ekki vistaður í ADX Florence Supermax fangelsinu yrði hann framseldur. Þá sögðu þeir að ef stofnandinn verði dæmdur í fangelsi þá gæti hann setið dóminn í heimalandi sínu Ástralíu. Lögmenn Assange sögðu að loforð Bandaríkjastjórnar væru innihaldslaus og ójós. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði í samtali við fréttastofu í lok október þegar réttarhöldin við High Court of Justice hófust að heilsa Assange væri í húfi. Þá gaf hann lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. Ákærður fyrir tölvuinnbrot og fyrir að hafa brotið njósnalög Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Með því á hann að hafa teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Lögmenn Assange segja þó að ákærurnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og séu til komnar vegna þess að Assange hafi varpað ljósi á stríðsglæpi og mannréttindabrot Bandaríkjamanna. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010 og 2011. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fjölmiðlar um heiminn allan unnu fréttir upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin á netinu. Assange er einnig sakaður um að hafa brotið njósnalög með því að aðstoða Manning við að stela gögnunum sem hún lak úr tölvukerfi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin WikiLeaks Bretland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30 Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12
Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30
Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38
Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20