Fékk ekki að miða tekjutapið í ræktinni við fyrstu vikuna í faraldrinum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2021 15:00 Yfirskattanefnd taldi kæranda þó ekki hafa sýnt fram á að samanburður við tekjuöflun á svo stuttu tímabili gæfi betri mynd af tekjufalli félagsins. Vísir/Vilhelm Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu rekstraraðila heilsuræktarstöðvar, sem loka þurfti í upphafi heimsfaraldursins, um að við mat tekjufallsstyrkjum skyldi miða við tekjur félagsins við einnar viku tímabil, í stað mánaðanna fyrir lokun líkt og almennt var miðað við. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að kærandinn hafi hafið reksturinn síðla árs 2019, en þurfti að loka stöðinni um vorið 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Maðurinn sótti um tekjufallsstyrki af því tilefni og taldi að við mat á tekjufalli bæri að miða við tekjur félagsins á tímabilinu 26. febrúar til 5. mars 2020. Ríkiskattstjóri hafði áður hafnað kröfum mannsins og ákvað hann þá að kæra málið til yfirskattanefndar. Yfirskattanefnd taldi kæranda þó ekki hafa sýnt fram á að samanburður við tekjuöflun á svo stuttu tímabili gæfi betri mynd af tekjufalli félagsins en samanburður við tímabilið frá því að starfsemin hófst 1. nóvember 2019 og til loka mars 2020. Í úrskurði kom fram að almennt yrði ekki talið að sú aðstaða, að tíma gæti tekið að koma rekstri og tekjuöflun nýrra fyrirtækja á skrið, gæti talist til sérstakra aðstæðna í skilningi laga. Því hafi kröfum mannsins verið hafnað. Sjö mánuðir Í lögum um tekjufallsstyrki kom fram að skilyrði fyrir greiðslu slíkra styrkja sé að tekjur rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til 31. október 2020 hafi verið að minnsta kosti 40 prósent lægri en meðaltekjur hans á sjö mánaða tímabili 2019 og að tekjufallið megi rekja til heimsfaraldurs kórónuveiru eða ráðstafana stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar. Hafi rekstraraðili hafið starfsemi eftir 1. apríl 2019 hafi átt að bera tekjur hans saman við tekjur fyrstu sjö heilu almanaksmánuði sem hann starfaði. „Hafi hann starfað skemur en sjö heila almanaksmánuði í lok mars 2020 skal umreikna tekjur þann tíma sem hann starfaði til loka mars 2020 í 214 daga viðmiðunartekjur. Við sérstakar ástæður má nota annað tímabil til viðmiðunar sýni rekstraraðili fram á að það gefi betri mynd af tekjufalli hans en viðmiðunartímabili samkvæmt 1.-3. málsl. ákvæðisins,“ segir í úrskurðinum, en mat nefndin það sem svo að rök kæranda ættu ekki við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í úrskurði yfirskattanefndar segir að kærandinn hafi hafið reksturinn síðla árs 2019, en þurfti að loka stöðinni um vorið 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Maðurinn sótti um tekjufallsstyrki af því tilefni og taldi að við mat á tekjufalli bæri að miða við tekjur félagsins á tímabilinu 26. febrúar til 5. mars 2020. Ríkiskattstjóri hafði áður hafnað kröfum mannsins og ákvað hann þá að kæra málið til yfirskattanefndar. Yfirskattanefnd taldi kæranda þó ekki hafa sýnt fram á að samanburður við tekjuöflun á svo stuttu tímabili gæfi betri mynd af tekjufalli félagsins en samanburður við tímabilið frá því að starfsemin hófst 1. nóvember 2019 og til loka mars 2020. Í úrskurði kom fram að almennt yrði ekki talið að sú aðstaða, að tíma gæti tekið að koma rekstri og tekjuöflun nýrra fyrirtækja á skrið, gæti talist til sérstakra aðstæðna í skilningi laga. Því hafi kröfum mannsins verið hafnað. Sjö mánuðir Í lögum um tekjufallsstyrki kom fram að skilyrði fyrir greiðslu slíkra styrkja sé að tekjur rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til 31. október 2020 hafi verið að minnsta kosti 40 prósent lægri en meðaltekjur hans á sjö mánaða tímabili 2019 og að tekjufallið megi rekja til heimsfaraldurs kórónuveiru eða ráðstafana stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar. Hafi rekstraraðili hafið starfsemi eftir 1. apríl 2019 hafi átt að bera tekjur hans saman við tekjur fyrstu sjö heilu almanaksmánuði sem hann starfaði. „Hafi hann starfað skemur en sjö heila almanaksmánuði í lok mars 2020 skal umreikna tekjur þann tíma sem hann starfaði til loka mars 2020 í 214 daga viðmiðunartekjur. Við sérstakar ástæður má nota annað tímabil til viðmiðunar sýni rekstraraðili fram á að það gefi betri mynd af tekjufalli hans en viðmiðunartímabili samkvæmt 1.-3. málsl. ákvæðisins,“ segir í úrskurðinum, en mat nefndin það sem svo að rök kæranda ættu ekki við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira