Í nótt kemur Stekkjarstaur til byggða. Þangað til er tilvalið að dunda sér við að svara tíu laufléttum spurningum í þessari fertugustu og sjöundu útgáfu af kvissinu.
Hefurðu komið á Dranga? Lýst þér vel á komu Fossvogsbrúar? Hvenær fórstu síðast á skíði? Er farið að kræla á spennu fyrir borgarstjórnarkosningum svona beint í kjölfar alþingiskosninga?
Spreyttu þig hér fyrir neðan og ef vel gengur hlýtur þú montrétt að launum.