Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2021 16:13 Donald J. Trump, fyrrverandi forseti, og Kanye West hittust í Hvíta húsinu. West var stuðningsmaður Trumps. EPA/MICHAEL REYNOLDS Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Kutti bankaði upp hjá konu sem heitir Ruby Freeman, kynnti sig á þann veg að hún ynni fyrir áhrifamikla manneskju og sagði nágranna Freeman að hún hefði tvo sólarhringa til að gangast við því að hafa framið kosningasvindl, ellegar kæmu menn heim til hennar og handtækju hana. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu í fyrra og hafa verið skotspónar hægri sinnaðra öfgamanna vegan lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mæðgurnar hafa orðið fyrir morðhótunum og ógnunum og segja ókunnuga menn hafa reynt að „handtaka þær“. Þær höfðuðu nýverið mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta um þær og hin meintu kosningasvik. Í frétt Reuters fréttaveitunnar segir að Kutti hafi sagst tilheyra ungliðaleiðtogaráði þeldökkra stuðningsmanna Trumps. Árið 2018 hafi hún verið almannatengill Kanye West og nú starfi hún áfram fyrir tónlistarmanninn. Hann bauð sig einnig fram til forseta og er vinur Trumps. Samkvæmt fréttaveitunni var Freeman orðin vör um sig vegna fjölda hótana þegar Kutti bankaði upp á með karlmanni sem ekki er vitað hver var. Hún hringdi því í nágranna sinn og bað hann um að ræða við Kutti og manninn. Í lögregluskýrslu kemur fram að Kutti hafi sagt Freeman þurfa á hjálp að halda og að hún væri komin til að hjálpa. Freeman hringdi á lögregluna og bað um að lögregluþjónn kæmi á svæðið. Þegar lögregluþjónn mætti á svæðið og spurði Kutti hver hún væri, kynnti hún sig sem „krísu-stjórnanda“. Hún sagði Freeman í hættu og að hún hefði 48 klukkustundir þar til „ótilgreindir aðilar“ kæmu heim til hennar. Ræddu saman á lögreglustöð Freeman og Kutti ræddu saman á lögreglustöð og í frétt Reuters segir að samkvæmt upptöku hafi Kutti sagt að hún vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast en að frelsi hennar og eins eða fleiri fjölskyldumeðlima hennar væri í hættu. Hún sagði Freeman vera „lausan enda“ sem ótilgreindur stjórnmálaflokkur þyrfti að losna við og að „alríkis-fólk“ væri viðloðið málið. Þá rétti hún Freeman síma til að tala við mann sem hún kynnti sem Harrison Ford (Ekki leikarinn) og sagði hann geta útvegað henni vernd. Kutti og Ford eru sögð hafa reynt að sannfæra Freeman um að játa kosningasvindl í skiptum fyrir aðstoð. Freeman segir Kutti hafa hótað sér því að ef hún segði ekki frá myndi hún enda í fangelsi. Að endingu gekk Freeman á brott. Degi seinna hringdi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna í hana og sagði hann að hún þyrfti að fara í felur. Hún væri ekki örugg á heimili sínu. Nokkrum klukkustundum síðar var múgur reiðra stuðningsmanna Trumps mættur fyrir utan heimili hennar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Kutti bankaði upp hjá konu sem heitir Ruby Freeman, kynnti sig á þann veg að hún ynni fyrir áhrifamikla manneskju og sagði nágranna Freeman að hún hefði tvo sólarhringa til að gangast við því að hafa framið kosningasvindl, ellegar kæmu menn heim til hennar og handtækju hana. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu í fyrra og hafa verið skotspónar hægri sinnaðra öfgamanna vegan lyga Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mæðgurnar hafa orðið fyrir morðhótunum og ógnunum og segja ókunnuga menn hafa reynt að „handtaka þær“. Þær höfðuðu nýverið mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta um þær og hin meintu kosningasvik. Í frétt Reuters fréttaveitunnar segir að Kutti hafi sagst tilheyra ungliðaleiðtogaráði þeldökkra stuðningsmanna Trumps. Árið 2018 hafi hún verið almannatengill Kanye West og nú starfi hún áfram fyrir tónlistarmanninn. Hann bauð sig einnig fram til forseta og er vinur Trumps. Samkvæmt fréttaveitunni var Freeman orðin vör um sig vegna fjölda hótana þegar Kutti bankaði upp á með karlmanni sem ekki er vitað hver var. Hún hringdi því í nágranna sinn og bað hann um að ræða við Kutti og manninn. Í lögregluskýrslu kemur fram að Kutti hafi sagt Freeman þurfa á hjálp að halda og að hún væri komin til að hjálpa. Freeman hringdi á lögregluna og bað um að lögregluþjónn kæmi á svæðið. Þegar lögregluþjónn mætti á svæðið og spurði Kutti hver hún væri, kynnti hún sig sem „krísu-stjórnanda“. Hún sagði Freeman í hættu og að hún hefði 48 klukkustundir þar til „ótilgreindir aðilar“ kæmu heim til hennar. Ræddu saman á lögreglustöð Freeman og Kutti ræddu saman á lögreglustöð og í frétt Reuters segir að samkvæmt upptöku hafi Kutti sagt að hún vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast en að frelsi hennar og eins eða fleiri fjölskyldumeðlima hennar væri í hættu. Hún sagði Freeman vera „lausan enda“ sem ótilgreindur stjórnmálaflokkur þyrfti að losna við og að „alríkis-fólk“ væri viðloðið málið. Þá rétti hún Freeman síma til að tala við mann sem hún kynnti sem Harrison Ford (Ekki leikarinn) og sagði hann geta útvegað henni vernd. Kutti og Ford eru sögð hafa reynt að sannfæra Freeman um að játa kosningasvindl í skiptum fyrir aðstoð. Freeman segir Kutti hafa hótað sér því að ef hún segði ekki frá myndi hún enda í fangelsi. Að endingu gekk Freeman á brott. Degi seinna hringdi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna í hana og sagði hann að hún þyrfti að fara í felur. Hún væri ekki örugg á heimili sínu. Nokkrum klukkustundum síðar var múgur reiðra stuðningsmanna Trumps mættur fyrir utan heimili hennar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08
Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03
Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13