Andrew Griffiths var ásamt ítrekuðum nauðgunum sagður hafa beitt eiginkonu sína líkamlegu og andlegu heimilisofbeldi og að hafa náð fram samþykki Kate til kynlífs með ólögmætum hætti. Í breskum lögum er það talið aðskilið brot frá nauðgun, ólíkt íslenskum lögum.
Dómurinn var kveðinn upp í nóvember í fyrra en Andrew fór fram á hann yrði ekki birtur. Tveir blaðamenn fóru fram á að dómurinn yrði birtur án nafnleyndar aðila. Æðri dómstóll hefur nú úrskurðað að dómurinn skildi birtur. Kate Griffiths studdi blaðamennina í málinu.
Þar sem ekki var um sakamál að ræða var sönnunarbyrði lægri í málinu. Ekki þurfti að sanna út fyrir skynsamlegan vafa að Andrew hefði gerst sekur um það sem honum var gefið að sök. Dómurinn taldi nægar líkur á því að hann hefði brotið af sér, meðal annars vegna trúverðugs vitnisburðar Kate Griffiths.
Að sögn The Guardian hefur Kate Griffiths ekki gefið upp hvort hún muni kæra fyrrverandi eiginmann sinn.
Tók við af eiginmanninum eftir hneyksli
Sem áður segir er Kate Griffiths þingmaður en hún tók sæti þáverandi eiginmanns síns árið 2019 eftir að hann neyddist til að segja af sér. Hann hafði áður sagt af sér starfi viðskiptaráðherra. Ástæða afsagnanna var tvö þúsund klúr smáskilaboð sem hann hafði sent tveimur konum.