Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2021 14:28 Frá Sultartangavirkjun. Landsvirkjun Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. Bjarni spyr í fyrirsögn greinar sinnar á Vísi í gær hvort rafmagnsskortur sé á Íslandi í dag. Stutta svarið segir hann já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda, segir hann en bætir svo við: „Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær,“ segir Bjarni. Hann rifjar upp að 80 prósent af því rafmagni sem við framleiðum fari til stóriðju „..en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar.“ Vatnsár séu misgóð og sum svo léleg að ekki sé unnt að fullnýta vatnsaflsvirkjanirnar. Við þær aðstæður þurfi að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu séu heimildir til skerðingar í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. „Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur,“ segir Bjarni. Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Borgin á 94 prósent í fyrirtækinu á móti sex prósenta hlut Akraneskaupstaðar og eins prósents hlut Borgarbyggðar.Vísir Fiskimjölsverksmiðjur hafi samið um kaup á svokölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni. „Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári.“ Bjarni rifjar upp að vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra hafi verið um 21 tervattstund. Rafmagnssala á því sama ári hafi hins vegar numið 19,1 teravattsstund. Síðan þá hafi eftirspurn aukist, sennilega um eina teravattstund. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 teravattstund. „Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 teravattstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna,“ segir forstjóri Orkuveitunnar og ítrekar fyrri yfirlýsingar um að það sé rangt að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar. Hann telji rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega í orkumálum á næstu áratugum. Gunnar Guðni Tómasson, vatnsaflsstjóri Landsvirkjunar, segir í svargrein á Vísi í dag það koma verulega á óvart að í grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. „Staðreyndin er sú að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar er full selt um þessar mundir,“ segir Gunnar Guðni. Ofan á það bætist að eftirspurn eftir raforku í landinu hafi vaxið mjög hratt undanfarnar vikur og mánuði. Vinnslumet hafi ítrekað verið slegin í vinnslukerfi Landsvirkjunar. „Í raun er veruleg umframeftirspurn eftir raforku um þessar mundir sem ekki er hægt að mæta. Þetta á við jafnvel þótt vatnsbúskapur væri eins og í meðalári og vinnslugeta Landsvirkjunar væri óskert. Við núverandi aðstæður er því engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar.“ Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.Vísir Hann segir þá hjá Landsvirkjun ekki geta tjáð sig um orkuvinnslu annarra fyrirtækja á raforkumarkaði á Íslandi. En ef lausa orku sé að finna á raforkumarkaðnum þá sé hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun. „Mikilvægt er að vanda alla umræðu sem snýr að orkuöryggi þjóðarinnar og hvernig sé hægt að tryggja nauðsynleg orkuskipti framtíðarinnar og jafnframt að byggja þá umræðu á staðreyndum,“ segir framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun í svari við grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrr í vikunni fjallaði Stöð 2 um það að Elliðaárstöðin, sem Orkuveitan á, stæði ónotuð á sama tíma og kvartað væri undan raforkuskorti í landinu: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Loftslagsmál Sjávarútvegur Orkuskipti Tengdar fréttir Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01 Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00 Við þurfum meira af grænu orkunni okkar Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. 3. desember 2021 14:01 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Bilun í aflvél í Búrfelli 1 eykur áhættu í rekstri raforkukerfisins Síðastliðinn laugardag varð bilun í sátri rafala aflvélar 2 í Búrfelli 1. Ekki er búið að staðfesta hversu umfangsmikil bilunin er en í ljósi reynslunnar er lágmarksviðgerðartími í kringum sex vikur. 9. desember 2021 08:39 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bjarni spyr í fyrirsögn greinar sinnar á Vísi í gær hvort rafmagnsskortur sé á Íslandi í dag. Stutta svarið segir hann já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda, segir hann en bætir svo við: „Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær,“ segir Bjarni. Hann rifjar upp að 80 prósent af því rafmagni sem við framleiðum fari til stóriðju „..en einungis 20% til allra annarra þarfa samfélagsins en þar með eru talin öll heimili í landinu, allur léttur iðnaður, fiskiðnaður og landbúnaður, og nú einnig og í vaxandi mæli, rafbílarnir okkar.“ Vatnsár séu misgóð og sum svo léleg að ekki sé unnt að fullnýta vatnsaflsvirkjanirnar. Við þær aðstæður þurfi að skerða afhendingu á rafmagni til kaupenda. Af þessari ástæðu séu heimildir til skerðingar í öllum rafmagnssölusamningum við stóriðju. „Við færum illa með fé og illa með land og náttúru ef við virkjuðum stórfellt til þess að stóriðjan þyrfti ekki að sæta skerðingu, sem hún hefur vel að merkja sjálf samið um af fúsum og frjálsum vilja við raforkuframleiðendur,“ segir Bjarni. Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Borgin á 94 prósent í fyrirtækinu á móti sex prósenta hlut Akraneskaupstaðar og eins prósents hlut Borgarbyggðar.Vísir Fiskimjölsverksmiðjur hafi samið um kaup á svokölluðu ótryggu rafmagni eða afgangsrafmagni. „Að sama skapi og ég nefndi áður með stóriðjuna mætti væntanlega kalla það illa meðferð á fé og illa meðferð á landi og náttúru ef við virkjuðum enn frekar svo aldrei þyrfti að skerða afgangsrafmagn til fiskimjölsverksmiðja sem nýttar eru skamman tíma á ári.“ Bjarni rifjar upp að vinnslugeta rafmagns á Íslandi í fyrra hafi verið um 21 tervattstund. Rafmagnssala á því sama ári hafi hins vegar numið 19,1 teravattsstund. Síðan þá hafi eftirspurn aukist, sennilega um eina teravattstund. Heildarnotkun á rafmagni árið 2021, ef ekki þyrfti að skerða afhendingu, væri því um 20,1 teravattstund. „Það sem á vantar að vinnslugetunni sé náð væru þá um 0,9 teravattstundir. Það rafmagn eitt og sér myndi duga til að knýja svo til allan fólksbílaflota landsmanna,“ segir forstjóri Orkuveitunnar og ítrekar fyrri yfirlýsingar um að það sé rangt að halda því fram að virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum rafmagn á bílana okkar. Hann telji rétt að við sem þjóð förum okkur að engu óðslega í orkumálum á næstu áratugum. Gunnar Guðni Tómasson, vatnsaflsstjóri Landsvirkjunar, segir í svargrein á Vísi í dag það koma verulega á óvart að í grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. „Staðreyndin er sú að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar er full selt um þessar mundir,“ segir Gunnar Guðni. Ofan á það bætist að eftirspurn eftir raforku í landinu hafi vaxið mjög hratt undanfarnar vikur og mánuði. Vinnslumet hafi ítrekað verið slegin í vinnslukerfi Landsvirkjunar. „Í raun er veruleg umframeftirspurn eftir raforku um þessar mundir sem ekki er hægt að mæta. Þetta á við jafnvel þótt vatnsbúskapur væri eins og í meðalári og vinnslugeta Landsvirkjunar væri óskert. Við núverandi aðstæður er því engin laus orka í vinnslukerfi Landsvirkjunar.“ Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.Vísir Hann segir þá hjá Landsvirkjun ekki geta tjáð sig um orkuvinnslu annarra fyrirtækja á raforkumarkaði á Íslandi. En ef lausa orku sé að finna á raforkumarkaðnum þá sé hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun. „Mikilvægt er að vanda alla umræðu sem snýr að orkuöryggi þjóðarinnar og hvernig sé hægt að tryggja nauðsynleg orkuskipti framtíðarinnar og jafnframt að byggja þá umræðu á staðreyndum,“ segir framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun í svari við grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrr í vikunni fjallaði Stöð 2 um það að Elliðaárstöðin, sem Orkuveitan á, stæði ónotuð á sama tíma og kvartað væri undan raforkuskorti í landinu:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Loftslagsmál Sjávarútvegur Orkuskipti Tengdar fréttir Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01 Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00 Við þurfum meira af grænu orkunni okkar Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. 3. desember 2021 14:01 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Bilun í aflvél í Búrfelli 1 eykur áhættu í rekstri raforkukerfisins Síðastliðinn laugardag varð bilun í sátri rafala aflvélar 2 í Búrfelli 1. Ekki er búið að staðfesta hversu umfangsmikil bilunin er en í ljósi reynslunnar er lágmarksviðgerðartími í kringum sex vikur. 9. desember 2021 08:39 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01
Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00
Við þurfum meira af grænu orkunni okkar Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. 3. desember 2021 14:01
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41
Bilun í aflvél í Búrfelli 1 eykur áhættu í rekstri raforkukerfisins Síðastliðinn laugardag varð bilun í sátri rafala aflvélar 2 í Búrfelli 1. Ekki er búið að staðfesta hversu umfangsmikil bilunin er en í ljósi reynslunnar er lágmarksviðgerðartími í kringum sex vikur. 9. desember 2021 08:39
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14