Alexia Putellas: Óumdeilanlega best í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 12:30 Alexia Putellas í leik gegn Arsenal á dögunum. Harriet Lander/Getty Images Hin 27 ára gamla Alexia Putellas er besta knattspyrnukona í heimi árið 2021, það er óumdeilanlegt. Hún hlaut Gullknöttinn, Balldon d‘Or, nýverið ásamt því að vera valin best að mati Guardian en hvað er það sem gerir hana jafn góða og raun ber vitni? Putellas fæddist árið 1994 í Mollet del Vallés, litlum bæ 25 kílómetrum fyrir utan Barcelona. Þar ólst hún upp og æfði fótbolta með strákum í upphafi þar sem það voru engar stelpur að æfa á þeim tímapunkti. Putellas var aðeins 11 ára gömul þegar hún færði sig um set til Barcelona. Þá hafði hún eytt fjórum árum með hverfisliðinu, Centre d’Esports Sabadell. Aðeins áru eftir að hún gekk í raðir Börsunga virtist sem draumur hennar væri út. Félagið var að endurskipuleggja starfsemi sína og ekki var pláss fyrir Putellas í yngri liðum félagsins. How Alexia Putellas became the best in the world.By @Iniyi https://t.co/VjJtS1cppw— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2021 Putellas hélt þá til Espanyol, nágrannaliðs Barcelona. Þar spilaði hún í fimm ár og var aðeins 16 ára gömul er hún lék sinn fyrst leik fyrir aðallið félagsins. Skömmu síðar ákvað hún að söðla um og ganga til liðs við Levante árið 2011. Hún hafði verið hluti af U-17 ára landsliði Spánar sem nældi í brons á EM skömmu áður og því var óvænt mikið umtal í kringum félagaskipti hennar. Það kom verulega á óvart þar sem þarna var lítil sem engin umfjöllun um kvennafótbolta á Spáni. „Hún var einn af þessum leikmönnum sem gat gert gæfumuninn. Við vorum með nokkur stór nöfn í leikmannahópnum – reynslubolta og landsliðsfyrirliða – en við vissum að við þyrftum leikmann eins og Putellas,“ sagði Antonio Contreras, þáverandi þjálfari Levante. Þó Levante sé ekki stærsta lið Spánar þá var liðið með betra kvennastarf en flest önnur félög landsins. Putellas hefði vart getað farið í betra umhverfi, allavega er Contreras á þeirri skoðun. Þetta tímabil spilaði hún 34 leiki og skoraði 15 mörk ásamt því að bæta sig í nær öllum þáttum fótboltans. Putellas var á þessum tíma aðeins 17 ára gömul og virtist ekkert geta stöðvað hana. Hún missti föður sinn óvænt á þessum tíma en það hafði ekki áhrif á frammistöður hennar inn á vellinum. Þegar Barcelona hafði svo samband og vildi fá hana sagði Contrerars að hann gæti lítið sagt. Barcelona væri eitt af þremur stærstu félögum Spánar. Í dag er það svo langbesta félag heims. Hjá Barcelona hefur Putellas þróast hægt og rólega yfir í einn albesta leikmann heims. Hún hefur – líkt og Barcelona – lært af reynslunni. Tapið gegn Lyon í úrslitum var vendipunktur fyrir Barcelona sem félag og fyrir Putellas. Hún kunni að meta silfurverðlaunin sem hún fékk, aðallega því hún vissi hvað hún þyrfti að leggja á sig til að breyta þeim í gull. Þangað til nú hefur nafn Putellas ef til vill ekki verið í umræðunni um besta leikmann í heimi þar sem hún er miðjumaður sem horfir aðallega til að skapa færi fyrir samherja sína. Að því sögðu þá hefur hún skorað yfir 100 mörk fyrir Barcelona sem verður að teljast nokkuð gott fyrir miðjumann sem horfir á Sergio Busquets og Xavi sem fyrirmyndir sínar hjá Barcelona. Í ár hefur hins vegar ekki verið spurning að Putellas er besti leikmaður heims. Gullknötturinn og topplisti Guardian sanna það ásamt gullverðlaunum Meistaradeildar Evrópu, spænsku úrvalsdeildarinnar og spænska bikarsins. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira
Putellas fæddist árið 1994 í Mollet del Vallés, litlum bæ 25 kílómetrum fyrir utan Barcelona. Þar ólst hún upp og æfði fótbolta með strákum í upphafi þar sem það voru engar stelpur að æfa á þeim tímapunkti. Putellas var aðeins 11 ára gömul þegar hún færði sig um set til Barcelona. Þá hafði hún eytt fjórum árum með hverfisliðinu, Centre d’Esports Sabadell. Aðeins áru eftir að hún gekk í raðir Börsunga virtist sem draumur hennar væri út. Félagið var að endurskipuleggja starfsemi sína og ekki var pláss fyrir Putellas í yngri liðum félagsins. How Alexia Putellas became the best in the world.By @Iniyi https://t.co/VjJtS1cppw— Guardian sport (@guardian_sport) December 11, 2021 Putellas hélt þá til Espanyol, nágrannaliðs Barcelona. Þar spilaði hún í fimm ár og var aðeins 16 ára gömul er hún lék sinn fyrst leik fyrir aðallið félagsins. Skömmu síðar ákvað hún að söðla um og ganga til liðs við Levante árið 2011. Hún hafði verið hluti af U-17 ára landsliði Spánar sem nældi í brons á EM skömmu áður og því var óvænt mikið umtal í kringum félagaskipti hennar. Það kom verulega á óvart þar sem þarna var lítil sem engin umfjöllun um kvennafótbolta á Spáni. „Hún var einn af þessum leikmönnum sem gat gert gæfumuninn. Við vorum með nokkur stór nöfn í leikmannahópnum – reynslubolta og landsliðsfyrirliða – en við vissum að við þyrftum leikmann eins og Putellas,“ sagði Antonio Contreras, þáverandi þjálfari Levante. Þó Levante sé ekki stærsta lið Spánar þá var liðið með betra kvennastarf en flest önnur félög landsins. Putellas hefði vart getað farið í betra umhverfi, allavega er Contreras á þeirri skoðun. Þetta tímabil spilaði hún 34 leiki og skoraði 15 mörk ásamt því að bæta sig í nær öllum þáttum fótboltans. Putellas var á þessum tíma aðeins 17 ára gömul og virtist ekkert geta stöðvað hana. Hún missti föður sinn óvænt á þessum tíma en það hafði ekki áhrif á frammistöður hennar inn á vellinum. Þegar Barcelona hafði svo samband og vildi fá hana sagði Contrerars að hann gæti lítið sagt. Barcelona væri eitt af þremur stærstu félögum Spánar. Í dag er það svo langbesta félag heims. Hjá Barcelona hefur Putellas þróast hægt og rólega yfir í einn albesta leikmann heims. Hún hefur – líkt og Barcelona – lært af reynslunni. Tapið gegn Lyon í úrslitum var vendipunktur fyrir Barcelona sem félag og fyrir Putellas. Hún kunni að meta silfurverðlaunin sem hún fékk, aðallega því hún vissi hvað hún þyrfti að leggja á sig til að breyta þeim í gull. Þangað til nú hefur nafn Putellas ef til vill ekki verið í umræðunni um besta leikmann í heimi þar sem hún er miðjumaður sem horfir aðallega til að skapa færi fyrir samherja sína. Að því sögðu þá hefur hún skorað yfir 100 mörk fyrir Barcelona sem verður að teljast nokkuð gott fyrir miðjumann sem horfir á Sergio Busquets og Xavi sem fyrirmyndir sínar hjá Barcelona. Í ár hefur hins vegar ekki verið spurning að Putellas er besti leikmaður heims. Gullknötturinn og topplisti Guardian sanna það ásamt gullverðlaunum Meistaradeildar Evrópu, spænsku úrvalsdeildarinnar og spænska bikarsins.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira