Samfélagsbíllinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. desember 2021 17:30 Undanfarið hefur verið umræða um ívilnanir á rafbíla og hvort ekki þurfi að endurskoða þær með auknum fjölda rafbíla á götum landsins. Það er mikilvægt að rifja aðeins upp af hverju ríkið er yfirleitt að ívilna þessum tækjum og hvað ríkið fær í raun fyrir peninginn. Með ívilnunum er ríkið í raun að fjárfesta í samfélagsávinningi sem fylgir því að kaupandi velur rafbíl í stað bensínbíls. Með öðrum orðum þá fylgir ákveðinn samfélagsávinningur slíkum kaupum sem snertir miklu fleiri en kaupandann sjálfan og myndar eftirsóknaverð verðmæti fyrir samfélagið allt. Orkuöryggi Með rafbílakaupum eykst orkuöryggi Íslands. Rafbíll nýtir innlenda orku í stað þess að vera háður innfluttu eldsneyti. Til að setja í samhengi samfélagsgildi orkuöryggis þá má benda á fæðuöryggi til samanburðar. Ríkið styrkir innlendan landbúnað um á annan tug milljarða á ári. Þessi styrkir eru ekki síst til að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Það er því varla óeðlilegt að styrkja orkuöryggið líka enda jafn líklegt að hnökrar geti orðið á olíuinnflutningi til landsins eins og á matvælainnflutningi. Hagkvæmara raforkukerfi Raforkukostnaði íbúa má skipta í tvennt þ.e. raforkuframleiðslu og raforkudreifingu. Raforkudreifingin er áhugaverði hlutinn í þessu samhengi. Skoðum sem dæmi tíu húsa götu í glænýju hverfi. Það kostar talsverða fjárfestingu að leggja rafmagn í þessa götu og dreifikostnaðurinn sem íbúar borga á að standa undir þeirri fjárfestingu og viðhaldi. Ef fimm íbúar kaupa rafbíl þá aukast einfaldlega tekjurnar sem dreifiveitan fær þó svo að kostnaður hennar aukist oftast ekkert (sömu raflínur). Flutnings- og dreififyrirtæki raforku eru háð sérleyfi sem þýðir að þau hafa lögbundin tekjumörk. Með einföldum hætti má segja að ef tekjur þeirra aukast, umfram uppbyggingar- og viðhaldsþörf, þá ber þeim að lækka verð á flutningi. Með öðrum orðum þá mun betri nýting raflína, með tilkomu rafbíla, lækka raforkuverð til lengri tíma. Ofan á þetta skapa rafbílar möguleika á hagkvæmri geymslu raforku í geymum sínum sem, ef rétt er haldið á spöðunum, geta tekið út óhagkvæma afltoppa og dreift álagi með skilvirkari hætti. Rafbílar geta því lækkað samfélagskostnað raforkukerfisins talsvert. Mengun heilsuspillandi efna Bruni jarðefnaeldsneytis veldur heilsuspillandi mengun og er áætlað bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Hér á landi er þetta auðvitað miklu minna vandamál enda umferð minni og vindar tíðir. Samt sem áður eru klárlega heilsuspillandi efni að koma úr púströrum íslenskra bifreiða sem gott væri að losna við. Rafbílar eru því örlítið, en mikilvægt, innlegg í minni heilbrigðiskostnað t.d. vegna ýmissa öndunarfærasjúkdóma. Efnahagsstöðuleiki Innflutningur á olíu kostar þjóðina tugi milljarða á ári. Rafbílar draga ekki einungis úr útflæði gjaldeyris heldur minnkar líka óstöðuleikinn sem fylgir verðsveiflum á olíu. Rafbílavæðing er því alvöru samfélagsávinningur fyrir alla, ekki bara þá sem aka á slíkum tækjum. Minni hávaði Hávaði veldur streitu og kostnaði. Samfélög eru tilbúinn að fjárfesta í minni hávaða og eyða oft talsverðum upphæðum t.d. í hljóðmanir. Rafbílar minnka örlítið umferðarhávaða sem er klárlega samfélagsverðmæti. Minni losun gróðurhúsalofttegunda Ísland hefur, eins og nánast allar þjóðir heims, ákveðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum undirritað alvöru skuldbindingar en ljóst er að verkefnið verður ekki ókeypis. Eini alvöru mælikvarðinn á hvað losun CO2 kostar er verð á losun á markaði. Verð á tonninu hefur verið í kringum 70 evrur undanfarið eða í kringum ellefu þúsund krónur tonnið. Rafbíll minnkar losun á Íslandi um þrjú tonn á ári sem er þá 33 þúsund krónur á ári. Til gamans má geta þess að kolefnisgjald er lagt á bensínlítrann sem nemur 10 krónum en ef kolefnisgjaldið fylgdi markaðsverði kolefnis ætti hann að vera 25 krónur í dag. Rafbílar munu minnka samfélagskostnað vegna skuldbindinga okkar í loftslagsmálum. Mikilvægt er að benda á að enn meiri samfélagsávinningur fæst með breyttum ferðvenjum eins og hjólreiðum og almenningssamgöngum. Ólíklegt er þó að einkabílanotkun leggist af og því nauðsynlegt að styðja bæði við breyttar ferðavenjur og orkuskipti bifreiða. Öllum ætti þó að vera ljóst að það fjármagn sem ríkið setur í þessa málaflokka er alls ekki kastað út í loftið heldur skilar það fjölþættum samfélagsávinningi sem vert er að fjárfesta í. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið umræða um ívilnanir á rafbíla og hvort ekki þurfi að endurskoða þær með auknum fjölda rafbíla á götum landsins. Það er mikilvægt að rifja aðeins upp af hverju ríkið er yfirleitt að ívilna þessum tækjum og hvað ríkið fær í raun fyrir peninginn. Með ívilnunum er ríkið í raun að fjárfesta í samfélagsávinningi sem fylgir því að kaupandi velur rafbíl í stað bensínbíls. Með öðrum orðum þá fylgir ákveðinn samfélagsávinningur slíkum kaupum sem snertir miklu fleiri en kaupandann sjálfan og myndar eftirsóknaverð verðmæti fyrir samfélagið allt. Orkuöryggi Með rafbílakaupum eykst orkuöryggi Íslands. Rafbíll nýtir innlenda orku í stað þess að vera háður innfluttu eldsneyti. Til að setja í samhengi samfélagsgildi orkuöryggis þá má benda á fæðuöryggi til samanburðar. Ríkið styrkir innlendan landbúnað um á annan tug milljarða á ári. Þessi styrkir eru ekki síst til að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Það er því varla óeðlilegt að styrkja orkuöryggið líka enda jafn líklegt að hnökrar geti orðið á olíuinnflutningi til landsins eins og á matvælainnflutningi. Hagkvæmara raforkukerfi Raforkukostnaði íbúa má skipta í tvennt þ.e. raforkuframleiðslu og raforkudreifingu. Raforkudreifingin er áhugaverði hlutinn í þessu samhengi. Skoðum sem dæmi tíu húsa götu í glænýju hverfi. Það kostar talsverða fjárfestingu að leggja rafmagn í þessa götu og dreifikostnaðurinn sem íbúar borga á að standa undir þeirri fjárfestingu og viðhaldi. Ef fimm íbúar kaupa rafbíl þá aukast einfaldlega tekjurnar sem dreifiveitan fær þó svo að kostnaður hennar aukist oftast ekkert (sömu raflínur). Flutnings- og dreififyrirtæki raforku eru háð sérleyfi sem þýðir að þau hafa lögbundin tekjumörk. Með einföldum hætti má segja að ef tekjur þeirra aukast, umfram uppbyggingar- og viðhaldsþörf, þá ber þeim að lækka verð á flutningi. Með öðrum orðum þá mun betri nýting raflína, með tilkomu rafbíla, lækka raforkuverð til lengri tíma. Ofan á þetta skapa rafbílar möguleika á hagkvæmri geymslu raforku í geymum sínum sem, ef rétt er haldið á spöðunum, geta tekið út óhagkvæma afltoppa og dreift álagi með skilvirkari hætti. Rafbílar geta því lækkað samfélagskostnað raforkukerfisins talsvert. Mengun heilsuspillandi efna Bruni jarðefnaeldsneytis veldur heilsuspillandi mengun og er áætlað bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Hér á landi er þetta auðvitað miklu minna vandamál enda umferð minni og vindar tíðir. Samt sem áður eru klárlega heilsuspillandi efni að koma úr púströrum íslenskra bifreiða sem gott væri að losna við. Rafbílar eru því örlítið, en mikilvægt, innlegg í minni heilbrigðiskostnað t.d. vegna ýmissa öndunarfærasjúkdóma. Efnahagsstöðuleiki Innflutningur á olíu kostar þjóðina tugi milljarða á ári. Rafbílar draga ekki einungis úr útflæði gjaldeyris heldur minnkar líka óstöðuleikinn sem fylgir verðsveiflum á olíu. Rafbílavæðing er því alvöru samfélagsávinningur fyrir alla, ekki bara þá sem aka á slíkum tækjum. Minni hávaði Hávaði veldur streitu og kostnaði. Samfélög eru tilbúinn að fjárfesta í minni hávaða og eyða oft talsverðum upphæðum t.d. í hljóðmanir. Rafbílar minnka örlítið umferðarhávaða sem er klárlega samfélagsverðmæti. Minni losun gróðurhúsalofttegunda Ísland hefur, eins og nánast allar þjóðir heims, ákveðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum undirritað alvöru skuldbindingar en ljóst er að verkefnið verður ekki ókeypis. Eini alvöru mælikvarðinn á hvað losun CO2 kostar er verð á losun á markaði. Verð á tonninu hefur verið í kringum 70 evrur undanfarið eða í kringum ellefu þúsund krónur tonnið. Rafbíll minnkar losun á Íslandi um þrjú tonn á ári sem er þá 33 þúsund krónur á ári. Til gamans má geta þess að kolefnisgjald er lagt á bensínlítrann sem nemur 10 krónum en ef kolefnisgjaldið fylgdi markaðsverði kolefnis ætti hann að vera 25 krónur í dag. Rafbílar munu minnka samfélagskostnað vegna skuldbindinga okkar í loftslagsmálum. Mikilvægt er að benda á að enn meiri samfélagsávinningur fæst með breyttum ferðvenjum eins og hjólreiðum og almenningssamgöngum. Ólíklegt er þó að einkabílanotkun leggist af og því nauðsynlegt að styðja bæði við breyttar ferðavenjur og orkuskipti bifreiða. Öllum ætti þó að vera ljóst að það fjármagn sem ríkið setur í þessa málaflokka er alls ekki kastað út í loftið heldur skilar það fjölþættum samfélagsávinningi sem vert er að fjárfesta í. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun