Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Sæberg skrifar 12. desember 2021 14:00 Stefán Árni Stefánsson segir blóðmerahald verstu versta dýraverndarbrot sögunnar. Stöð 2 Vísir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. „Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan: Blóðmerahald Dýr Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan:
Blóðmerahald Dýr Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira