Hvítölið og hefðbundið Jólaöl og appelsín snúa aftur næstu jól Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2021 12:36 Hvítölið og hefðbundið Jólaöl og appelsín snúa aftur jólin 2022. Ölgerðin Nokkrar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum vegna ákvörðunar Ölgerðarinnar að hætta framleiðslu á Hvítöli en nú geta menn tekið gleði sína á ný þar sem fyrirtækið hefur ákveðið að bjóða bæði upp á Hvítöl og hefðbundið Jólaöl og appelsín á næsta ári. Í tilkynningu sem Ölgerðin hefur birt á heimasíðu sinni og Facebook segir að margt sé öðruvísi í ár; ekkert Hvítöl á markaðnum og þá sé eingöngu hægt að fá Jólaöl og appelsín í sykurskertri útgáfu. Vegna dósaskorts og takmarkaðrar afkastagetu verksmiðju Ölgerðarinnar sé ekki hægt að bregðast við óskum viðskiptavina um aukið vöruúrval þessi jól en það verði hins vegar gert á næsta ári. „Okkur hjá Ölgerðinni þykir alltaf jafn leitt þegar fólk saknar einhvers og við áttum okkur á að fólk vill líka sitt hefðbundna Jólaöl og líka sitt Hvítöl,“ segir í tilkynningunni. „Þess vegna getum við lofað ykkur eftirfarandi: Ný og stærri verksmiðja sem Ölgerðin vinnur nú að því að reisa á lóð fyrirtækisins mun hringja inn hátíðirnar á næsta ári. Fyrir næstu jól mun Ölgerðin á ný bjóða upp á hefðbundið Egils Jólaöl og appelsín – og við gerum gott betur – því við ætlum að bjóða aftur upp á Hvítölið vinsæla. Það verða því svo sannarlega hefðbundin jól næst – og Ölgerðin hlakkar til að fylgja ykkur inn í þau, rétt eins og alltaf.“ Umræða um söknuð eftir Hvítölinu hefur meðal annars átt sér stað í Facebook-hópnum Matartips. Þar segir einn: „Man eftir því að hafa staðið í biðröð eftir Hvítöli við verksmiðju Egils Skalla á Rauðarárstíg fyrir 45 árum síðan og ég vil fá Jólaöl aftur, ekki eitthvað blandað sull.“ Og annar: „Er búinn að drekka hvítöl síðustu 38 ár, stóð meira að segja í röð á Rauðarárstíg til að fá hvítöl fyrir jólin. Þetta má ekki vanta um jólin. Ég er hættur að kaupa Egilsvörur útaf þessu. Þannig að gróðinn verður ekki það mikill.“ Í frétt RÚV frá því í fyrra var haft eftir Gunnari B. Sigurgeirssyni, aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar, að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu Hvítöls vegna minnkandi eftirspurnar. Samkvæmt söluspám væri ljóst að hún svaraði ekki kostnaði. Matvælaframleiðsla Jól Neytendur Jóladrykkir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Í tilkynningu sem Ölgerðin hefur birt á heimasíðu sinni og Facebook segir að margt sé öðruvísi í ár; ekkert Hvítöl á markaðnum og þá sé eingöngu hægt að fá Jólaöl og appelsín í sykurskertri útgáfu. Vegna dósaskorts og takmarkaðrar afkastagetu verksmiðju Ölgerðarinnar sé ekki hægt að bregðast við óskum viðskiptavina um aukið vöruúrval þessi jól en það verði hins vegar gert á næsta ári. „Okkur hjá Ölgerðinni þykir alltaf jafn leitt þegar fólk saknar einhvers og við áttum okkur á að fólk vill líka sitt hefðbundna Jólaöl og líka sitt Hvítöl,“ segir í tilkynningunni. „Þess vegna getum við lofað ykkur eftirfarandi: Ný og stærri verksmiðja sem Ölgerðin vinnur nú að því að reisa á lóð fyrirtækisins mun hringja inn hátíðirnar á næsta ári. Fyrir næstu jól mun Ölgerðin á ný bjóða upp á hefðbundið Egils Jólaöl og appelsín – og við gerum gott betur – því við ætlum að bjóða aftur upp á Hvítölið vinsæla. Það verða því svo sannarlega hefðbundin jól næst – og Ölgerðin hlakkar til að fylgja ykkur inn í þau, rétt eins og alltaf.“ Umræða um söknuð eftir Hvítölinu hefur meðal annars átt sér stað í Facebook-hópnum Matartips. Þar segir einn: „Man eftir því að hafa staðið í biðröð eftir Hvítöli við verksmiðju Egils Skalla á Rauðarárstíg fyrir 45 árum síðan og ég vil fá Jólaöl aftur, ekki eitthvað blandað sull.“ Og annar: „Er búinn að drekka hvítöl síðustu 38 ár, stóð meira að segja í röð á Rauðarárstíg til að fá hvítöl fyrir jólin. Þetta má ekki vanta um jólin. Ég er hættur að kaupa Egilsvörur útaf þessu. Þannig að gróðinn verður ekki það mikill.“ Í frétt RÚV frá því í fyrra var haft eftir Gunnari B. Sigurgeirssyni, aðstoðarforstjóra Ölgerðarinnar, að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu Hvítöls vegna minnkandi eftirspurnar. Samkvæmt söluspám væri ljóst að hún svaraði ekki kostnaði.
Matvælaframleiðsla Jól Neytendur Jóladrykkir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira