Á vef Landspítala segir að einn gestur má þá heimsækja hvern sjúkling að hámarki eina klukkustund á degi hverjum, innan skilgreinds heimsóknartíma. Þá segir að æskilegt sé að viðkomandi gestur sé fullbólusettir.
Næst verða heimsóknartakmarkanir endurskoðaðar 22. desember og þá metið hvort öruggt er að slaka meira á fyrir hátíðarnar.
Landspítali er nú á hættustigi, en í dag eru fjórtán inniliggjandi vegna COVID-19 á spítalanum. Þrír sjúklingar eru á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél.