Hvergi annarsstaðar í heiminum hafa svo margir látið lífið af völdum sjúkdómsins og nú hafa 50 milljónir Bandaríkjamanna smitast frá upphafi faraldursins.
Fleiri hafa nú dáið á árinu 2021 en dóu árið 2020 og síðustu daga hefur dauðsföllum fjölgað að nýju í Bandaríkjunum.
Síðustu hundrað þúsund dauðsföllin þar í landi hafa öll komið síðustu ellefu vikurnar og er það meiri aukning en á nokkru öðru tímabili í faraldrinum, ef síðasti vetur er undanskilinn.
650 dagar eru nú frá því að tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum, en það var í Seattle.
Í BBC segir að heildarfjöldi látinna af völdum COVID-19, það er 800 þúsund, sé nú hærri en íbúafjöldinn í bæði Boston og Washington DC og sömuleiðis segir að fjöldinn sé tvöfalt hærri en heildarfjöldi þeirra Bandaríkjamanna sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni.