Skammdegið - þú veist Martha Árnadóttir skrifar 15. desember 2021 12:00 Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun