Allt að 50 til 100 prósenta verðmunur á jólasteikinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 22:40 Fólk þarf greinilega að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir í jólamatinn. Mikill verðmunur er á jólasteikinni þetta árið og munur á hæsta og lægsta kílóverði hátíðarkjöts oft á milli 50 til 100 prósent. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr. Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr.
Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52