Stærðarinnar Jólageit, eða Jólahafur, hefur verið settur upp á Hallartorginu í Gävle á hverju ári á aðventu, þar sem hún hefur staðið hálslöng og greindarleg. Oftar en ekki hefur hún þó orðið eldi eða ódæðisverkum skemmdarvarga að bráð.
Segja má að Jólahafurinn í Gävle sé fyrirmynd IKEA-geitarinnar sem hefur staðið tignarleg fyrir utan verslun IKEA í Kauptúni vikurnar fyrir jól síðustu árin.
Lögreglu í Gävle barst tilkynning um eldinn á fjórða tímanum að staðartíma í nótt en þá var geitin þegar svo gott sem þegar að engu orðin.
Jólahafri var fyrst komið upp í Gävle fyrir jólin 1966, en líkt og áður sagði hefur hann oftast verið brenndur eða eyðilagður á annan hátt, til að mynda með því að ekið hafi verið á hann.
Alls hefur hafurinn verið eyðilagður í 38 skipti frá árinu 1966 og má segja að hann hafi fyrir vikið orðið heimfrægur. Á árunum 2017 til 2020 fékk Jólahafurinn þó að standa tignarlegur alla aðventuna, enda höfðu bæjaryfirvöld þá gripið til ýmissa aðgerða til að verja hafrinum frá illu.