Ómar Ingi og Rut handknattleiksfólk ársins Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 13:16 Rut Jónsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa átt stórkostlegt handboltaár. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og Getty Íslands- og bikarmeistarinn Rut Jónsdóttir, og markakóngur Þýskalands, Ómar Ingi Magnússon, eru handknattleiksfólk ársins 2021. HSÍ tilkynnti í dag um valið á handknattleiksfólki ársins. Ljóst er að samkeppnin var mikil karlamegin þar sem Evrópumeistarinn Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, bikarmeistari í Þýskalandi, náðu ekki á toppinn. Ómar Ingi vann Evrópudeildina með Magdeburg, sem og HM félagsliða, endaði sem markakóngur Þýskalands og er meðal markahæstu manna á yfirstandandi leiktíð þar sem Magdeburg er á toppi þýsku deildarinnar. Rut átti risastóran þátt í því að KA/Þór varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. Hún er landsliðsfyrirliði og var valin besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hér að neðan má sjá rökstuðning HSÍ fyrir valinu: Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk í deildarkeppninni í Þýskalandi og endaði sem markakóngur þýsku deildarinnar. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili hvort sem er heimafyrir eða í Evrópukeppni. Ómar kemur úr sterku yngri flokka starfi á Selfossi og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur. Þar lék hann með bæði Århus håndbold og Ålborg håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með Magdeburg sumarið 2020. Ómar hefur leikið 56 landsleiki og skorað í þeim 150 mörk. Það má segja að handknattleiksferill Ómars hafi sprungið út eftir að hann flutti sig um set til Þýskalands og hefur framganga hans vakið mikla athygli úti í heimi, Selfyssingurinn er því vel kominn að titlinum handknattleiksmaður ársins. Handknattleikskona ársins 2021 er Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs hægri skytta KA/Þórs og fyrirliði A landsliðs kvenna. Rut var bæði Íslands- og deildarmeistari með KA/Þór á árinu en það voru fyrstu stóru titlar KA/Þórs frá stofnun félagsins. Hún skoraði 87 mörk í 14 leikjum fyrir félagið og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum. Rut lék með yngri flokkum og meistaraflokki HK áður en hún hélt í atvinnumennsku til Danmerkur aðeins 18 ára gömul. Í Danmörku lék hún með Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Håndbold og Team Esbjerg áður en hún kom aftur heim sumarið 2020 og hefur síðan leikið með KA/Þór. Rut varð danskur meistari með Esbjerg 2019 og Evrópumeistari (EHF-cup) með Holstebro 2013. Rut hefur leikið 104 landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk, auk þess hefur hún verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar. Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild kvenna Fréttir ársins 2021 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
HSÍ tilkynnti í dag um valið á handknattleiksfólki ársins. Ljóst er að samkeppnin var mikil karlamegin þar sem Evrópumeistarinn Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, bikarmeistari í Þýskalandi, náðu ekki á toppinn. Ómar Ingi vann Evrópudeildina með Magdeburg, sem og HM félagsliða, endaði sem markakóngur Þýskalands og er meðal markahæstu manna á yfirstandandi leiktíð þar sem Magdeburg er á toppi þýsku deildarinnar. Rut átti risastóran þátt í því að KA/Þór varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. Hún er landsliðsfyrirliði og var valin besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hér að neðan má sjá rökstuðning HSÍ fyrir valinu: Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk í deildarkeppninni í Þýskalandi og endaði sem markakóngur þýsku deildarinnar. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili hvort sem er heimafyrir eða í Evrópukeppni. Ómar kemur úr sterku yngri flokka starfi á Selfossi og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur. Þar lék hann með bæði Århus håndbold og Ålborg håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með Magdeburg sumarið 2020. Ómar hefur leikið 56 landsleiki og skorað í þeim 150 mörk. Það má segja að handknattleiksferill Ómars hafi sprungið út eftir að hann flutti sig um set til Þýskalands og hefur framganga hans vakið mikla athygli úti í heimi, Selfyssingurinn er því vel kominn að titlinum handknattleiksmaður ársins. Handknattleikskona ársins 2021 er Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs hægri skytta KA/Þórs og fyrirliði A landsliðs kvenna. Rut var bæði Íslands- og deildarmeistari með KA/Þór á árinu en það voru fyrstu stóru titlar KA/Þórs frá stofnun félagsins. Hún skoraði 87 mörk í 14 leikjum fyrir félagið og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum. Rut lék með yngri flokkum og meistaraflokki HK áður en hún hélt í atvinnumennsku til Danmerkur aðeins 18 ára gömul. Í Danmörku lék hún með Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Håndbold og Team Esbjerg áður en hún kom aftur heim sumarið 2020 og hefur síðan leikið með KA/Þór. Rut varð danskur meistari með Esbjerg 2019 og Evrópumeistari (EHF-cup) með Holstebro 2013. Rut hefur leikið 104 landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk, auk þess hefur hún verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar.
Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk í deildarkeppninni í Þýskalandi og endaði sem markakóngur þýsku deildarinnar. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili hvort sem er heimafyrir eða í Evrópukeppni. Ómar kemur úr sterku yngri flokka starfi á Selfossi og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur. Þar lék hann með bæði Århus håndbold og Ålborg håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með Magdeburg sumarið 2020. Ómar hefur leikið 56 landsleiki og skorað í þeim 150 mörk. Það má segja að handknattleiksferill Ómars hafi sprungið út eftir að hann flutti sig um set til Þýskalands og hefur framganga hans vakið mikla athygli úti í heimi, Selfyssingurinn er því vel kominn að titlinum handknattleiksmaður ársins. Handknattleikskona ársins 2021 er Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs hægri skytta KA/Þórs og fyrirliði A landsliðs kvenna. Rut var bæði Íslands- og deildarmeistari með KA/Þór á árinu en það voru fyrstu stóru titlar KA/Þórs frá stofnun félagsins. Hún skoraði 87 mörk í 14 leikjum fyrir félagið og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum. Rut lék með yngri flokkum og meistaraflokki HK áður en hún hélt í atvinnumennsku til Danmerkur aðeins 18 ára gömul. Í Danmörku lék hún með Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Håndbold og Team Esbjerg áður en hún kom aftur heim sumarið 2020 og hefur síðan leikið með KA/Þór. Rut varð danskur meistari með Esbjerg 2019 og Evrópumeistari (EHF-cup) með Holstebro 2013. Rut hefur leikið 104 landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk, auk þess hefur hún verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar.
Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild kvenna Fréttir ársins 2021 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn