Sport

Kafarinn kom öllum á óvart og sló Ratajski úr leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Steve Lennon er kominn í 32-manna úrslit í fyrsta skipti.
Steve Lennon er kominn í 32-manna úrslit í fyrsta skipti. Vísir/Getty

Írski pílukastarinn „Scuba“ Steve Lennon gerði sér lítið fyrir og sló Pólverjann Krzystof Ratajski úr leik í 2. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Lennon kemst í 32-manna úrslit.

Ratajski er í 12. sæti heimslistans og því voru úrslitin heldur óvænt. Lennon vann fyrsta settið 3-2, en Ratajski svaraði með 3-0 sigri í öðru setti.

Lennon lét þó taugarnar ekki taka yfir og vann næstu tvö sett, 3-0 og 3-1, og tryggði sér þar með sæti í 32-manna úrslitum á kostnað Pólverjans.

Í fyrri viðureignum dagsins hafði Englendingurinn Ryan Joyce betur gegn Roman Benecký, Keane Barry sigraði Royden Lam og Boris Koltsov vann öruggan sigur gegn Jermaine Wattimena og eru þessir þrír því komnir í 64-manna úrslit.

Í kvöld eru svo aðrar fjórar viðureignir á dagskrá á Stöð 2 Sport, en þar ber hæst að nefna viðureign hins skrautlega Peter Wright gegn Ryan Meikle.

Viðureignir kvöldsins

Joe Murnan - Paul Lim

William Borland - Bradley Brooks

Ross Smith - Jeff Smith

Peter Wright - Ryan Meikle




Fleiri fréttir

Sjá meira


×