Viðreisn undirlögð af veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2021 12:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar eru bæði smituð af kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þingflokksformaðurinn bíður eftir niðurstöðu úr PCR-prófi en er ekki vongóð um að sleppa. Þegar hefur verið greint frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins og Guðbrandur Einarsson þingmaður hafi smitast. Þorgerður finnur aðeins fyrir vægum flensueinkennum. Hún er nú í einangrun í sumarbústað í Ölfusi og verður ein um jólin. „Það var mikið tilhlökkunarefni að við ætluðum að fara öll fjölskyldan bara yfir hájólin til Gísla, miðbarnsins míns, hann er að spila handbolta úti í Magdeburg. Við ætluðum að vera þar öll litla fjölskyldan. En ég vona að þau séu ekki komin með þetta þannig að þau geti farið til hans.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er allur þingflokkur Samfylkingar kominn í sóttkví. Þá er einn þingmaður Pírata einnig í sóttkví - og ljóst að þingflokkur Viðreisnar verður skipaður varaþingmönnum eftir helgi. „Ég geri mér nú grein fyrir því að það eru sumir andstæðingar okkar sem kætast yfir þessu, að gamla kerlingin sé komin í einangrun, en vitiði til. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ segir Þorgerður létt í bragði. Ekki vongóð um að sleppa Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segist stálslegin í samtali við fréttastofu. Hún fór í PCR-próf í morgun og bíður eftir niðurstöðu. „Ég er ekki sérlega vongóð um að sleppa. Í besta falli er ég komin í sóttkví þannig að þetta verður áhugavert nýtt þinglið sem mætir inn í fjárlagaumræðu eftir helgi. En við erum með öfluga varaþingmenn,“ segir Hanna. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar greindist með veiruna í gær. Hann segir líðanina góða og hann sé í raun ekkert veikur. Hann dvelur nú í farsóttarhúsi. „Þetta er náttúrulega bara alveg hundfúlt og það liggur fyrir að maður verður í einangrun um jólin,“ segir Sigmar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir erfiðast að fá ekki að halda jólin með börnum sínum.Vísir/vilhelm Þá greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar frá því á Facebook nú fyrir skömmu að hún hafi greinst með veiruna í gærkvöldi. „Ég er þríbólusett sem vonandi gerir næstu daga bærilega. Þakklát fyrir það. Það er sérstök tilfinning að fá þessa niðurstöðu en erfiðust finnst mér tilhugsunin um að vera ekki með börnunum mínum um jólin. Við finnum út úr því og höldum bara okkar jól saman ögn seinna í ár,“ segir Þorbjörg á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Þegar hefur verið greint frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins og Guðbrandur Einarsson þingmaður hafi smitast. Þorgerður finnur aðeins fyrir vægum flensueinkennum. Hún er nú í einangrun í sumarbústað í Ölfusi og verður ein um jólin. „Það var mikið tilhlökkunarefni að við ætluðum að fara öll fjölskyldan bara yfir hájólin til Gísla, miðbarnsins míns, hann er að spila handbolta úti í Magdeburg. Við ætluðum að vera þar öll litla fjölskyldan. En ég vona að þau séu ekki komin með þetta þannig að þau geti farið til hans.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er allur þingflokkur Samfylkingar kominn í sóttkví. Þá er einn þingmaður Pírata einnig í sóttkví - og ljóst að þingflokkur Viðreisnar verður skipaður varaþingmönnum eftir helgi. „Ég geri mér nú grein fyrir því að það eru sumir andstæðingar okkar sem kætast yfir þessu, að gamla kerlingin sé komin í einangrun, en vitiði til. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ segir Þorgerður létt í bragði. Ekki vongóð um að sleppa Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segist stálslegin í samtali við fréttastofu. Hún fór í PCR-próf í morgun og bíður eftir niðurstöðu. „Ég er ekki sérlega vongóð um að sleppa. Í besta falli er ég komin í sóttkví þannig að þetta verður áhugavert nýtt þinglið sem mætir inn í fjárlagaumræðu eftir helgi. En við erum með öfluga varaþingmenn,“ segir Hanna. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar greindist með veiruna í gær. Hann segir líðanina góða og hann sé í raun ekkert veikur. Hann dvelur nú í farsóttarhúsi. „Þetta er náttúrulega bara alveg hundfúlt og það liggur fyrir að maður verður í einangrun um jólin,“ segir Sigmar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir erfiðast að fá ekki að halda jólin með börnum sínum.Vísir/vilhelm Þá greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar frá því á Facebook nú fyrir skömmu að hún hafi greinst með veiruna í gærkvöldi. „Ég er þríbólusett sem vonandi gerir næstu daga bærilega. Þakklát fyrir það. Það er sérstök tilfinning að fá þessa niðurstöðu en erfiðust finnst mér tilhugsunin um að vera ekki með börnunum mínum um jólin. Við finnum út úr því og höldum bara okkar jól saman ögn seinna í ár,“ segir Þorbjörg á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05
Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15