Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. desember 2021 17:51 Hvenær er faraldur faraldur, Haraldur? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. vísir Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. Mótmælin fóru eflaust ekki fram hjá neinum sem átti leið um miðbæinn á milli klukkan 16 og 17 í dag en óvenjumargir sóttu mótmælin í samanburði við fyrri mótmæli þeirra sem efast um gildi bólusetninga. Eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þá auglýsti hópurinn mótmælin undir heitinu Friðarganga, hernaðarandstæðingum til lítillar ánægju en þeir hafa haldið árlega friðargöngu á Þorláksmessu frá árinu 1980. Sérstaklega sveið þessi nafnastuldur vegna þess að hernaðarandstæðingar hafa aflýst göngu sinni í ár af tilliti til sóttvarnatakmarkana. Í samtali við fréttastofu í gær þvertóku skipuleggjendur mótmælanna fyrir að nafnið væri fengið frá friðargöngu hernaðarandstæðinga. En sama hvort mótmælendur hafi haft hina fjörutíu ára gömlu jólahefð hernaðarandstæðinga í huga við nafngiftina eða ekki verður óumdeilt að titillinn er góður á mótmæli. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælunum í dag. Og slagorð mótmælanda sem sjá mátti á skiltum þeirra voru einnig mörg nokkuð frumleg og jafnvel fyndin, sama hvað hverjum kann að finnast um boðskapinn sjálfan. Þar mátti sjá bregða fyrir hinu klassíska stílbragði, rími, hjá einum sem gekk framarlega í hópnum niður Laugaveginn: „Hvenær verður faraldur faraldur, Haraldur?“ og má þar ætla að spurningunni sé beint að fyrrverandi sóttvarnalækni Haraldi Briem. Og annar virtist ósáttur með gjöfina sem hann hafði fengið í skóinn hjá Hurðaskelli í nótt, kannski skiljanlega en á hans skilti stóð: „Hvað fékkstu í skóinn? Ég fékk 2ja metra málband“. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mótmælin fóru eflaust ekki fram hjá neinum sem átti leið um miðbæinn á milli klukkan 16 og 17 í dag en óvenjumargir sóttu mótmælin í samanburði við fyrri mótmæli þeirra sem efast um gildi bólusetninga. Eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þá auglýsti hópurinn mótmælin undir heitinu Friðarganga, hernaðarandstæðingum til lítillar ánægju en þeir hafa haldið árlega friðargöngu á Þorláksmessu frá árinu 1980. Sérstaklega sveið þessi nafnastuldur vegna þess að hernaðarandstæðingar hafa aflýst göngu sinni í ár af tilliti til sóttvarnatakmarkana. Í samtali við fréttastofu í gær þvertóku skipuleggjendur mótmælanna fyrir að nafnið væri fengið frá friðargöngu hernaðarandstæðinga. En sama hvort mótmælendur hafi haft hina fjörutíu ára gömlu jólahefð hernaðarandstæðinga í huga við nafngiftina eða ekki verður óumdeilt að titillinn er góður á mótmæli. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælunum í dag. Og slagorð mótmælanda sem sjá mátti á skiltum þeirra voru einnig mörg nokkuð frumleg og jafnvel fyndin, sama hvað hverjum kann að finnast um boðskapinn sjálfan. Þar mátti sjá bregða fyrir hinu klassíska stílbragði, rími, hjá einum sem gekk framarlega í hópnum niður Laugaveginn: „Hvenær verður faraldur faraldur, Haraldur?“ og má þar ætla að spurningunni sé beint að fyrrverandi sóttvarnalækni Haraldi Briem. Og annar virtist ósáttur með gjöfina sem hann hafði fengið í skóinn hjá Hurðaskelli í nótt, kannski skiljanlega en á hans skilti stóð: „Hvað fékkstu í skóinn? Ég fékk 2ja metra málband“.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00 Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17. desember 2021 23:00
Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01
Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17. desember 2021 15:34