Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 13:31 Tómas Guðbjartsson til vinstri og Arnar Þór Jónsson til hægri. Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan. Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira