Conte var til viðtals vegna leiks liðana sem fer fram í dag klukkan 16:30. Ítalinn tók við liðinu fyrir einum og hálfum mánuði og er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið. Hann hefur þó nokkuð til síns máls því þegar að Klopp tók við stjórn Liverpool árið 2015 hafði liðið ekki unnið marga titla árin á undan og var ekki þátttakandi í Meistaradeild Evrópu.
„Á sunnudaginn þá spilum við á móti liði sem getur kennt okkur mikið því ég held að Jurgen Klopp, þegar hann tók við Liverpool, hafi strax gert frábæra hluti. Fyrsta tímabilið gekk samt ekkert sérstaklega vel, en hann hafði hafist handa. Ef þú vilt ná þeim hæðum sem Liverpool hefur náð þá þarf tíma, þolinmæði og fjárfestingu í leikmönnum“, sagði Conte.
Þá er Conte mikill aðdáandi Mohammed Salah. Eins og sést hér að neðan.
Antonio Conte on Mo Salah:
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 17, 2021
I think he s one of the best players in the world. During the game, we have seen he scores or makes assists. He s a very decisive player. During games, every time he has the ball he s a danger. #awlive [football london] pic.twitter.com/1XtzyRSogN