Bubbi um Baggalút: „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 21:09 Bubbi Morthens er ósáttur með að tónlistarmenn geti ekki virt samkomutakmarkanir stjórnvalda. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gagnrýnir viðburðarhaldara sem geta ekki virt sóttvarnatakmarkanir í færslu sinni á Facebook og óttast að þetta kunni að verða til þess að þær verði hertar enn frekar. Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira