Keppandi Suður-Afríku í Ungfrú alheimi fær líflátshótanir Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 20. desember 2021 08:00 Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar