Um 15 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku í gær reyndust vera með Covid-19. Tæplega 1500 einkennasýni voru tekin í gær.
Ellefu sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár.
1.807 eru í umsjá Covid-göngudeildar, þar af 654 börn.
Vísir greindi frá því í morgun að sjötugur karlmaður hefði látist af völdum Covid-19 á laugardag.
Tölfræðina af Covid.is má sjá hér að neðan.