Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í gær, sunnudag, eða 220 einstaklingar.
Þá fjöllum við um stöðuna á Alþingi þar sem nokkrir þingmenn hafa smitast og heyrum í skipuleggjendum viðburða sem bíða nú með öndina í hálsinum eftir nýjum sóttvarnareglum sem kynntar verða á morgun.
Einnig segjum við frá víðtækri leit sem stendur nú yfir að manni á þrítugsaldri sem lýst var eftir í gær.