Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 12:12 Sóttvarnalæknir er búinn að skila tillögum að hertum aðgerðum yfir hátíðarnar. Hann segir íslenskt heilbrigðiskerfi geta farið á hliðina ef ómíkrón gerir viðlíka skaða hér og í Skandinavíu. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 220 innanlandssmit greindust í gær, sem er langmesti fjöldi smita sem hefur greinst hér á sunnudegi frá upphafi faraldursins. Alla jafna greinast færri um helgar þar sem minni þátttaka er í sýnatökum. Hlutfall jákvæðra sýna í einkennasýnatökum hefur sömuleiðis aldrei verið jafn hátt, í kring um 15 prósent, bæði í gær og fyrradag. 600 smit á dag ekki óraunhæft Sérfræðingar búast nú við allt að 600 smitum á degi hverjum ef fram heldur sem horfir, þar sem faraldurinn er í miklum veldisvexti og ómíkron-afbrigðið að berast hratt út. Nú hafa verið staðfest um 160 omíkron smit, en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þá tölu eiga eftir að hækka hratt á næstu dögum. „Ef við horfum á hvað hefur verið að gerast í Danmörku og skoðum þróunina, þá hafa þeir verið að sjá alveg gífurlegan fjölda á dag og ef við verðum með sama innlagnarhlutfall og þeir, þá gæti þetta gerst. Við fáum 600 tilfelli á dag, til dæmis með ómíkron, þá þurfa um 0,7 prósent að leggjast inn, sem gera í kring um fimm eða sex tilfelli á dag. Og það sjá allir að það mundi alveg setja spítalann úr lagi og við mundum þurfa að grípa til örþrifaráða. Þannig að það er ekki staða sem við viljum sjá,” segir Þórólfur og undirstrikar að við séum að fara inn í alvarlegt ástand. Þó að ómíkron virðist valda vægari veikindum en Delta, þá er það margfalt meira smitandi. Tilkynna jóla-aðgerðir á morgun „Ég held að það sé hægt að líta á þetta sem aðra kórónuveiru. Hún hefur aðra eiginleika, smitast öðruvísi, fyrri sýkingar vernda minna en áður, bóluefnin vernda öðruvísi. Þannig að við erum í nýjum leik með nýjum leikreglum.” Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fjarfundi ráðherranefndar seinnipartinn í dag. Samkvæmt upplýsingum úr heilbrigðisráðuneytinu verður þó líklega ekkert gefið út um framhaldið fyrr en eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna út á miðnætti á miðvikudag, aðfaranótt þorláksmessu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20. desember 2021 11:07 „Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19. desember 2021 19:17 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
220 innanlandssmit greindust í gær, sem er langmesti fjöldi smita sem hefur greinst hér á sunnudegi frá upphafi faraldursins. Alla jafna greinast færri um helgar þar sem minni þátttaka er í sýnatökum. Hlutfall jákvæðra sýna í einkennasýnatökum hefur sömuleiðis aldrei verið jafn hátt, í kring um 15 prósent, bæði í gær og fyrradag. 600 smit á dag ekki óraunhæft Sérfræðingar búast nú við allt að 600 smitum á degi hverjum ef fram heldur sem horfir, þar sem faraldurinn er í miklum veldisvexti og ómíkron-afbrigðið að berast hratt út. Nú hafa verið staðfest um 160 omíkron smit, en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þá tölu eiga eftir að hækka hratt á næstu dögum. „Ef við horfum á hvað hefur verið að gerast í Danmörku og skoðum þróunina, þá hafa þeir verið að sjá alveg gífurlegan fjölda á dag og ef við verðum með sama innlagnarhlutfall og þeir, þá gæti þetta gerst. Við fáum 600 tilfelli á dag, til dæmis með ómíkron, þá þurfa um 0,7 prósent að leggjast inn, sem gera í kring um fimm eða sex tilfelli á dag. Og það sjá allir að það mundi alveg setja spítalann úr lagi og við mundum þurfa að grípa til örþrifaráða. Þannig að það er ekki staða sem við viljum sjá,” segir Þórólfur og undirstrikar að við séum að fara inn í alvarlegt ástand. Þó að ómíkron virðist valda vægari veikindum en Delta, þá er það margfalt meira smitandi. Tilkynna jóla-aðgerðir á morgun „Ég held að það sé hægt að líta á þetta sem aðra kórónuveiru. Hún hefur aðra eiginleika, smitast öðruvísi, fyrri sýkingar vernda minna en áður, bóluefnin vernda öðruvísi. Þannig að við erum í nýjum leik með nýjum leikreglum.” Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fjarfundi ráðherranefndar seinnipartinn í dag. Samkvæmt upplýsingum úr heilbrigðisráðuneytinu verður þó líklega ekkert gefið út um framhaldið fyrr en eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna út á miðnætti á miðvikudag, aðfaranótt þorláksmessu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20. desember 2021 11:07 „Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19. desember 2021 19:17 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20. desember 2021 11:07
„Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19. desember 2021 19:17
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05