Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 20:00 Landsmenn voru hvattir til að búa sér til jólakúlur með tíu manns síðustu jól. Um tíu manns voru að greinast smitaðir á degi hverjum. Vísir/Vilhelm Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. Frá 15. til 19. desember 2020 voru að greinast á bilinu 5 til 14 smit á dag, 85 í heildina þessa fimm daga. Jólakúla stjórnvalda gerði ráð fyrir 10 manna samkomubanni, tveggja metra reglu og skemmtistaðir, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar voru lokuð. Allir biðu spenntir eftir bóluefni. Margfalt fleiri smit og splunkuný afbrigði Á nákvæmlega sama tímabili, ári síðar, eru að greinast um 200 smit á dag, alls 954 yfir þessa fimm daga, frá 15. til 19. desember 2021. Og það er ýmist delta eða ómíkron, sem var enn ekki fætt fyrir síðustu jól. Við erum núna með 50 - 500 manna samkomubann, eins metra reglu, skemmtistaðir eru opnir, eins og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar, með takmörkunum þó. Langflestir eru bólusettir. Öll spálíkön upp í loft Thor Aspelund tölfræðiprófessor segir í samtali við fréttastofu að nú séu öll spálíkön upp í loft og Ísland stefni hraðbyri í sama far og hin Norðurlöndin. Hann segir það eina í stöðunni að herða aðgerðir til muna. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti fyrir þorláksmessu, en Þórólfur hefur lagt til enn hertari aðgerðir við heilbrigðisráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal annars lagt til 20 manna samkomubann og að skólarnir ekki aftur til starfa fyrr en 10. janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Frá 15. til 19. desember 2020 voru að greinast á bilinu 5 til 14 smit á dag, 85 í heildina þessa fimm daga. Jólakúla stjórnvalda gerði ráð fyrir 10 manna samkomubanni, tveggja metra reglu og skemmtistaðir, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar voru lokuð. Allir biðu spenntir eftir bóluefni. Margfalt fleiri smit og splunkuný afbrigði Á nákvæmlega sama tímabili, ári síðar, eru að greinast um 200 smit á dag, alls 954 yfir þessa fimm daga, frá 15. til 19. desember 2021. Og það er ýmist delta eða ómíkron, sem var enn ekki fætt fyrir síðustu jól. Við erum núna með 50 - 500 manna samkomubann, eins metra reglu, skemmtistaðir eru opnir, eins og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar, með takmörkunum þó. Langflestir eru bólusettir. Öll spálíkön upp í loft Thor Aspelund tölfræðiprófessor segir í samtali við fréttastofu að nú séu öll spálíkön upp í loft og Ísland stefni hraðbyri í sama far og hin Norðurlöndin. Hann segir það eina í stöðunni að herða aðgerðir til muna. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti fyrir þorláksmessu, en Þórólfur hefur lagt til enn hertari aðgerðir við heilbrigðisráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal annars lagt til 20 manna samkomubann og að skólarnir ekki aftur til starfa fyrr en 10. janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02
Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12