Þetta kemur fram í færslu Thors á Facebook í morgun. Þar segir hann vaxtarhraðann í faraldrinum afar mikinn og ekki þorandi að spá hvenær viðsnúningi verði náð.
„Til þess að þarf að sjá framganginn í þessum nýja COVID veruleika í 2-3 vikur,“ segir Thor.
Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir að 325 hafi bæst við á Covid-göngudeildina í gær. Alls voru 1807 á göngudeildinni í fyrradag og í gær voru þeir 2035.
Á hverjum degi útskrifast sömuleiðis fólk af göngudeildinni en allir sem greinast smitaðir eru skráðir á Covid-göngudeildina.
Covid.is hefur ekki verið uppfærð það sem af er degi. Ríkisstjórnin er sem stendur á fundi í Ráðherrabústaðnum þar sem heilbrigðisráðherra kynnir nýja reglugerð.
Uppfært klukkan 11:02
286 greindust smitaðir innanlands með Covid-19 í gær. Þá greindust 27 á landamærum.