Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2021 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill herða aðgerðir á landamærum vegna útbreiðslu ómíkronafbrigðisins. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Þórólfur sendi heilbrigðisráðherra, en núverandi reglur á landamærum renna út 15. janúar næstkomandi. Heilbrigðiráðherra tilkynnti um hertar innanlandsaðgerðir í hádeginu. Þórólfur segir í minnisblaðinu að síðustu vikur hafi íslenskir ríkisborgarar verið undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningaprófi við byrðingu en hafi þurft að undirgangast slík próf innan 48 klukkustunda eftir komu hingað til lands. Þeir hafa þó ekki þurft að sæta sóttkví. Ekki að greinast fyrr en að nokkrum dögum liðnum Í minnisblaðinu segir að flestir sem nú séu að greinast á landamærum tilheyri þessum hópi farþega og jafnvel séu margir með neikvætt próf við komu og greinast ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum og hafa þannig náð að smita aðra. „PCR próf tekið u.þ.b. sólarhring eftir komu á að tryggja betur að þessir einstaklingar greinist fyrr en ella. PCR próf eru til muna áreiðanlegri en hraðgreiningapróf og þarf að skoða hvort ekki eigi að krefja alla um PCR próf fyrir byrðingu en ekki gefa kost á hraðgreiningarprófi,“ segir Þórólfur. Takmörkuð sýnatökugeta á landamærum Sóttvarnalæknir segir að kanna þurfi möguleika á því að prófa alla farþega fyrir kórónaveirunni við komuna hingað til lands líkt og áður hefur verið gert. „Á þessari stundu er erfitt að sjá að það sé gerlegt vegna takmarkaðrar sýnatökugetu á landamærunum og takmarkaðrar greiningargetu. Þetta þarf hins vegar að skoða betur. Skoða þá leið að sýni séu tekin af ferðamönnum á landamærum en af öðrum á heilsugæslustöð. Einnig þarf að kanna hvernig auka megi greiningargetu,“ segir Þórólfur. Öll lönd há-áhættulönd Þá leggur Þórólfur til að lönd í sunnanverðri Afríku verði tekin af lista yfir lönd á há-áhættusvæði hvað varðar ómíkronafbrigðið. Þar sem afbrigðið sé orðið útbreitt í nánast öllum löndum þá þjóni litlum tilgangi að hafa sérstakar aðgerðir í gildi varðandi fólk sem kemur frá löndum í sunnanverðri Afríku. „Skynsamlegra er að líta á öll lönd sem áhættusvæði hvað varðar omicron afbrigðið og beita sömu sóttvarnaaðgerðum á alla farþega burtséð frá hvað þeir koma,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Þórólfur sendi heilbrigðisráðherra, en núverandi reglur á landamærum renna út 15. janúar næstkomandi. Heilbrigðiráðherra tilkynnti um hertar innanlandsaðgerðir í hádeginu. Þórólfur segir í minnisblaðinu að síðustu vikur hafi íslenskir ríkisborgarar verið undanþegnir þeirri skyldu að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningaprófi við byrðingu en hafi þurft að undirgangast slík próf innan 48 klukkustunda eftir komu hingað til lands. Þeir hafa þó ekki þurft að sæta sóttkví. Ekki að greinast fyrr en að nokkrum dögum liðnum Í minnisblaðinu segir að flestir sem nú séu að greinast á landamærum tilheyri þessum hópi farþega og jafnvel séu margir með neikvætt próf við komu og greinast ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum og hafa þannig náð að smita aðra. „PCR próf tekið u.þ.b. sólarhring eftir komu á að tryggja betur að þessir einstaklingar greinist fyrr en ella. PCR próf eru til muna áreiðanlegri en hraðgreiningapróf og þarf að skoða hvort ekki eigi að krefja alla um PCR próf fyrir byrðingu en ekki gefa kost á hraðgreiningarprófi,“ segir Þórólfur. Takmörkuð sýnatökugeta á landamærum Sóttvarnalæknir segir að kanna þurfi möguleika á því að prófa alla farþega fyrir kórónaveirunni við komuna hingað til lands líkt og áður hefur verið gert. „Á þessari stundu er erfitt að sjá að það sé gerlegt vegna takmarkaðrar sýnatökugetu á landamærunum og takmarkaðrar greiningargetu. Þetta þarf hins vegar að skoða betur. Skoða þá leið að sýni séu tekin af ferðamönnum á landamærum en af öðrum á heilsugæslustöð. Einnig þarf að kanna hvernig auka megi greiningargetu,“ segir Þórólfur. Öll lönd há-áhættulönd Þá leggur Þórólfur til að lönd í sunnanverðri Afríku verði tekin af lista yfir lönd á há-áhættusvæði hvað varðar ómíkronafbrigðið. Þar sem afbrigðið sé orðið útbreitt í nánast öllum löndum þá þjóni litlum tilgangi að hafa sérstakar aðgerðir í gildi varðandi fólk sem kemur frá löndum í sunnanverðri Afríku. „Skynsamlegra er að líta á öll lönd sem áhættusvæði hvað varðar omicron afbrigðið og beita sömu sóttvarnaaðgerðum á alla farþega burtséð frá hvað þeir koma,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira