Sprenging í tíðni áunninnar sykursýki: Matvælaframleiðendur beri mikla ábyrgð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 18:30 Bolli Þórsson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd Samsett Sprenging hefur orðið í fjölda fólks sem hefur greinst með áunna sykursýki hér á landi síðustu ellefu ár. Aukningin helst í hendur við fjölgun fólks í ofþyngd. Talið er að þrjátíu prósent þeirra sem hafa sjúkdóminn séu vangreind. Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum
Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11