Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. desember 2021 13:01 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikan á 200 manna hraðprófsviðburðum. Undanþágur hafa þó verið veittar fyrir Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens og Jólavinatónleikum Emmsjé Gauta á morgun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir undanþágurnar skjóta skökku við en samtökin hafa ítrekað óskað eftir undanþágum fyrr í faraldrinum sem hefur verið hafnað. „Þær undanþágubeiðnir eru þó ekki sambærilegar við þessar sem nú eru veittar, það er nú rétt að halda því til haga, en minna á að okkur hefur þótt stjórnsýslan í kringum þessar undanþágur stundum hafa verið dálítið sérstök,“ segir Jóhannes. „Varðandi þessar undanþágur sem er verið að veita núna þá sjáum við hins vegar ekki betur en svo að forsendur þeirra gildi alveg jafnt um til dæmis nokkur veitingahús,“ segir Jóhannes. Hann bendir til að mynda á að Þorláksmessa sé sérstakur viðburður sem erfitt reynist að halda síðar. Þá sé fyrirvarinn skammur og ljóst að mörg fyrirtæki verði fyrir tekjutapi, þar á meðal veitingahús. „Það er kannski svona það sem við erum að benda á, að ætli menn á annað borð að fara að veita undanþágur á þessum forsendum, varðandi skamman fyrirvara og annað slíkt, að þá gildir það alveg sambærilega um ýmsa aðra,“ segir Jóhannes. Yfirvöld þurfi að gæta jafnræðis „Það væri kannski eðlilegt að það væri tekið tillit til þess í heildinni, að menn aðlagi reglugerðina þannig að hún annað hvort taki gildi að kvöldi Þorláksmessu eða að það sé settur einhver almennur sveigjanleiki inn í hana, í stað þess að undanþágur séu veittar bara hér en ekki þar,“ segir Jóhannes. Hann gagnrýnir einnig þá röksemdarfærslu að tónleikahald sé öruggara þar sem skráð er í sæti og fólk með grímu. „Það hefur nú verið allur gangur á því, eins og til dæmis Bubbi Morthens hefur bent á undanfarna daga,“ segir Jóhannes og vísar þar eflaust til ummæla Bubba um tónleika Baggalúts á dögunum. „Svo ekki síður það að þegar að 1500 manns er safnað saman í sama rýmið, þó að það sé skipt í hólf, þá eru held ég áhöld um það hvort það sé einhver minni smithætta þar heldur en þegar að fjölskyldu og vinahópar sitja saman við borð í tiltekinni fjarlægð,“ segir Jóhannes. Hann segir ýmsa veitingastaði sem heyra undir samtökin hyggjast sækja um undanþágu fyrir morgundaginn. Einhver fyrirtæki muni sýna fram á það að beðið verði um hraðpróf og áfengisveitingar takmarkaðar. „Ég geri ráð fyrir því að heilbrigðisráðuneytið muni, að jafnræðisreglu stjórnsýslunnar virtri, taka allar þær undanþágubeiðnir sem berist í dag, og mér heyrist að þær verði nokkrar, til afgreiðslu á þeim sömu forsendum og hinar undanþágurnar hafa verið veittar,“ segir Jóhannes. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21. desember 2021 13:11 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Hertar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld en þar er kveðið á um 20 manna samkomutakmörk, með möguleikan á 200 manna hraðprófsviðburðum. Undanþágur hafa þó verið veittar fyrir Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens og Jólavinatónleikum Emmsjé Gauta á morgun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir undanþágurnar skjóta skökku við en samtökin hafa ítrekað óskað eftir undanþágum fyrr í faraldrinum sem hefur verið hafnað. „Þær undanþágubeiðnir eru þó ekki sambærilegar við þessar sem nú eru veittar, það er nú rétt að halda því til haga, en minna á að okkur hefur þótt stjórnsýslan í kringum þessar undanþágur stundum hafa verið dálítið sérstök,“ segir Jóhannes. „Varðandi þessar undanþágur sem er verið að veita núna þá sjáum við hins vegar ekki betur en svo að forsendur þeirra gildi alveg jafnt um til dæmis nokkur veitingahús,“ segir Jóhannes. Hann bendir til að mynda á að Þorláksmessa sé sérstakur viðburður sem erfitt reynist að halda síðar. Þá sé fyrirvarinn skammur og ljóst að mörg fyrirtæki verði fyrir tekjutapi, þar á meðal veitingahús. „Það er kannski svona það sem við erum að benda á, að ætli menn á annað borð að fara að veita undanþágur á þessum forsendum, varðandi skamman fyrirvara og annað slíkt, að þá gildir það alveg sambærilega um ýmsa aðra,“ segir Jóhannes. Yfirvöld þurfi að gæta jafnræðis „Það væri kannski eðlilegt að það væri tekið tillit til þess í heildinni, að menn aðlagi reglugerðina þannig að hún annað hvort taki gildi að kvöldi Þorláksmessu eða að það sé settur einhver almennur sveigjanleiki inn í hana, í stað þess að undanþágur séu veittar bara hér en ekki þar,“ segir Jóhannes. Hann gagnrýnir einnig þá röksemdarfærslu að tónleikahald sé öruggara þar sem skráð er í sæti og fólk með grímu. „Það hefur nú verið allur gangur á því, eins og til dæmis Bubbi Morthens hefur bent á undanfarna daga,“ segir Jóhannes og vísar þar eflaust til ummæla Bubba um tónleika Baggalúts á dögunum. „Svo ekki síður það að þegar að 1500 manns er safnað saman í sama rýmið, þó að það sé skipt í hólf, þá eru held ég áhöld um það hvort það sé einhver minni smithætta þar heldur en þegar að fjölskyldu og vinahópar sitja saman við borð í tiltekinni fjarlægð,“ segir Jóhannes. Hann segir ýmsa veitingastaði sem heyra undir samtökin hyggjast sækja um undanþágu fyrir morgundaginn. Einhver fyrirtæki muni sýna fram á það að beðið verði um hraðpróf og áfengisveitingar takmarkaðar. „Ég geri ráð fyrir því að heilbrigðisráðuneytið muni, að jafnræðisreglu stjórnsýslunnar virtri, taka allar þær undanþágubeiðnir sem berist í dag, og mér heyrist að þær verði nokkrar, til afgreiðslu á þeim sömu forsendum og hinar undanþágurnar hafa verið veittar,“ segir Jóhannes.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21. desember 2021 13:11 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21. desember 2021 13:11
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. 22. desember 2021 12:54
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent