Hefur þroskast sem höfundur síðan hann skrifaði fyrstu bókina ellefu ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2021 15:01 Smári Hannesson rithöfundur. Vísir/Stöð 2 Fjórtán ára rithöfundur sem gaf út bók fyrir jól telur börn samsama sig betur skrifum hans en fullorðinna höfunda. Hann var aðeins ellefu ára þegar hann skrásetti söguna og segist hvergi nærri hættur. Smári Hannesson gaf út skáldsögu sína Afinn sem æfir fimleika í haust. Hún er til sölu í Pennanum Eymundsson og ætluð börnum á aldrinum 6-11 ára. Þó að titillinn vísi til afans er afastrákurinn Tómas aðalpersónan. „Við höfum fengið að heyra að börn kannski tengi aðeins meira við hvernig ég skrifa en þegar þau eru að lesa eitthvað eftir fullorðna rithöfunda. Þetta er svolítil ráðgáta og spennusaga en líka húmor í þessu,“ segir Smári. Viðbrögð hafi verið mjög góð og kennarar í skólanum til dæmis keypt eintök. Þá taki vinir hans vel í útgáfuna og styðji hann. Þroskast sem höfundur Smári hefur varið síðustu mánuðum í kynningu á bókinni; til dæmis með fjarupplestri fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn. Hann hefur raunar nýtt flestar lausar stundir í ritstörf síðan hann lærði að skrifa og var aðeins ellefu ára þegar hann skrifaði söguna. „Og svo núna þegar ég les bókina þremur árum eftir að ég skrifaði hana þá tek ég eftir svolítið miklu sem ég hef bara tekið beint upp úr einhverju sem hefur komið fyrir mig.“ Hefurðu þroskast mikið sem höfundur síðan? „Mér finnst það. Ég skrifa allt öðruvísi núna.“ Gefur ekkert upp Ætlarðu að verða rithöfundur? „Já. Ég ætla að gera það. Og skrifa fleiri bækur.“ Og hann er þegar byrjaður á næsta verki. „En ég get eiginlega ekki sagt frá þeim á þessari stundu,“ segir Smári. Einmitt, þú tjáir þig ekki um það frekar? „Nei,“ segir hann dulur og brosir. Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Smári Hannesson gaf út skáldsögu sína Afinn sem æfir fimleika í haust. Hún er til sölu í Pennanum Eymundsson og ætluð börnum á aldrinum 6-11 ára. Þó að titillinn vísi til afans er afastrákurinn Tómas aðalpersónan. „Við höfum fengið að heyra að börn kannski tengi aðeins meira við hvernig ég skrifa en þegar þau eru að lesa eitthvað eftir fullorðna rithöfunda. Þetta er svolítil ráðgáta og spennusaga en líka húmor í þessu,“ segir Smári. Viðbrögð hafi verið mjög góð og kennarar í skólanum til dæmis keypt eintök. Þá taki vinir hans vel í útgáfuna og styðji hann. Þroskast sem höfundur Smári hefur varið síðustu mánuðum í kynningu á bókinni; til dæmis með fjarupplestri fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn. Hann hefur raunar nýtt flestar lausar stundir í ritstörf síðan hann lærði að skrifa og var aðeins ellefu ára þegar hann skrifaði söguna. „Og svo núna þegar ég les bókina þremur árum eftir að ég skrifaði hana þá tek ég eftir svolítið miklu sem ég hef bara tekið beint upp úr einhverju sem hefur komið fyrir mig.“ Hefurðu þroskast mikið sem höfundur síðan? „Mér finnst það. Ég skrifa allt öðruvísi núna.“ Gefur ekkert upp Ætlarðu að verða rithöfundur? „Já. Ég ætla að gera það. Og skrifa fleiri bækur.“ Og hann er þegar byrjaður á næsta verki. „En ég get eiginlega ekki sagt frá þeim á þessari stundu,“ segir Smári. Einmitt, þú tjáir þig ekki um það frekar? „Nei,“ segir hann dulur og brosir.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira