Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 15:35 Samsæriskenningasmiðir vilja nú meina að Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, sé trans. EPA-EFE/LUDOVIC MARIN Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul. Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul.
Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira