Borða svið á Selfossi á aðfangadagskvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2021 20:13 Reykdal Magnússon, 86 ára göngugarpur á Selfossi. Hluti af ganginum, sem hann gengur á hverjum degi er bak við hann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykdal Magnússon á Selfossi slær ekki slöku við því hann, sem er að verða 87 ára gengur 10 kílómetra á dag ganginn í blokkinni, þar sem hann býr. Hann notar peninga í göngunni og svo koma líka svið og rófustappa við sögu þegar Reykdal er annars vegar. Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Reykdal og kona hans, Margrét Ólafía Óskarsdóttir búa í blokkinni í við Grænumörk 5 á Selfossi. Reykdal vann í mjólkurbúinu í tæplega 50 ár en eftir að hann hætti að vinna fór hann að ganga og hreyfa sig miklu meira en hann hafði gert áður. Hann datt í vetur í hálku úti þegar hann var að ganga og eftir það hefur hann ekki treyst sér að ganga úti ef hálka skyldi leynast einhvers staðar og þá byrjaði hann að ganga inni í blokkinni ganginn á sömu hæð þar sem hann býr en ferðin fram og til baka er 250 metrar. „Ég er að reyna að halda líkamanum við, það veitir ekki af, maður er allur að stirna upp. Mér finnst bráðsnjallt að nota ganginn en ég datt -úti um daginn og tel að það hafi verið aðvörun til mín að ég mætti passa mig. Ég ákvað því að vera hérna á göngunum í vetur,“ segir Reykdal. Reykdal gengur ganginn oftast um 40 ferðir á dag en hann skiptir göngunum upp í nokkur skipti yfir daginn þannig að hann endi í 10 kílómetrum á kvöldin. Hann er með peninga í göngunni. „Já, ég hef þá til að telja ferðirnar, þá þarf ég ekki að vera með það alltaf í huganum ef maður hittir einhvern eða verður fyrir einhverjum töfum eða truflun, þá vill ruglast með ferðirnar hvort þær hafi verið fimm eða níu eða hvað, svo ég hef bara peninga á borðinu og færi þá til eftir hendinni um leið og ferðin er búin þá færi ég peninginn til og borga sjálfur mér,“ segir hann hlæjandi. Reykdal hvetur alla þá eldri borgara sem geta að hreyfa sig daglega og ekki síður að huga að mataræðinu en sjálfur borðar hann grænmeti með öllum mat. „Já, ég fer með fjórar pakkningar af blönduðu grænmeti á viku, það er bara ágætt.“ Reykdal ætlar að sjálfsögðu að vera duglegur að ganga í blokkinni um jólin en þó ekki á aðfangadagskvöld því þá ætlar hann og konan hans að borða uppáhaldsjólamatinn sinn. „Við höfum verið með svið frá upphafi, eða frá því við byrjuðum að búa þá höfum við verið með svið á aðfangadagskvöld með rófustöppu, ekki kartöflur og ekki jafning. Ég er uppalinn við þetta í Vestmannaeyjum og það var bara fátítt að fá svið þar en það náðist alltaf í það fyrir jólin í þá daga og gerir enn,“ segir Reykdal spenntur fyrir sviðaveislunni að kvöldi 24. desember. Reykdal og Margrét borða alltaf svið með rófustöppu á aðfangadagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Heilsa Landbúnaður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira